- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sara Sif fer frá meisturunum og yfir til Hauka

Sara Sif Helgadóttir, nýr markvörður Hauka. Mynd/Haukar
- Auglýsing -

Sara Sif Helgadóttir landsliðsmarkvörður hefur ákveðið að söðla um og hefur samið við Hauka eftir þriggja ára veru hjá Íslandsmeisturum Vals. Haukar segja frá komu Söru Sifjar í dag og að hún hafi samið við Hafnarfjarðarliðið til næstu tveggja ára.

Sara Sif er 24 ára markvörður sem er uppalin í Fjölni en hefur leikið með Val síðustu þrjú tímabil og þar á undan var hún leikmaður Fram í þrjú tímabil en tvö af þeim lék hún með HK á láni.

Sara Sif hefur verið einn besti markmaður Olísdeildar kvenna síðustu tímabil en á liðnu tímabili var hún í öðru sæti yfir bestu hlutfallsmarkvörslu deildarinnar með 38,8% markvörslu samkvæmt HBStatz. Þá hefur Sara Sif verið með íslenska landsliðinu undanfarin ár og lék hún m.a. tvo landsleiki í febrúar og mars í undankeppni EM.

Liður í að stækka hópinn

„Það er mikilvægt að fá góðan markmann í okkar teymi. Haukar vilja taka næsta skref og þetta er liður í því að stækka og breikka hópinn okkar til að vera samkeppnishæf á öllum vígstöðum. Sara Sif mun passa vel inn í okkar hóp enda með mikinn metnað og því gaman að fá svona leikmann til okkar,“ segir Díana Guðjónsdóttir annar þjálfari Hauka í tilkynningu í dag.

Haukar hafa nýverið samið við Rut Arnfjörð Jónsdóttur og með Söru Sif er endanlega ljóst að Hauka ætla að velgja Íslands,- bikar,- og deildarmeisturum Vals undir uggum á næsta keppnistímabili.

Konur – helstu félagaskipti 2024

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -