- Auglýsing -
Eins og venjulega þá standa markverðir í ströngu í handboltaleikjum. Engin undantekning var um helgina þegar leikið var í undankeppni EM í karlaflokki. Hér fyrir neðan má sjá fimm frábær tilþrif markvarða frá leikjunum. Tveir af fimm markvörðum sem koma við sögu hafa tengingar við Ísland, annarsvegar Nicholas Satchwell markvörður KA og færeyska landsliðsins og hinsvegar Giedrius Morkunas sem um árabil var markvörður Hauka. Hann er landsliðsmarkvörður Litháa en leikur einnig með finnska meistaraliðinu Riihimäki Cocks.
- Auglýsing -