Robert Hedin, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna í handknattleik karla hefur valið þá 20 leikmenn sem hann ætlar að fara með á HM í Egyptalandi í næsta mánuði. Bandaríska landsliðinu var úthlutaður þátttökuréttur á HM af Alþjóða handknattleikssambandinu, IHF, eftir að forkeppni Norður-Ameríku var felld niður í haust vegna kórónuveirufaraldursins. Ákvörðun IHF var mjög gagnrýnd, ekki síst af hálfu Grænlendinga sem töldu alveg horft framhjá getu liðanna.
Víst er að hópurinn sem Hedin hefur valið er ekki skipaður þekktum og reyndum leikmönnum. Flestir eru á mála hjá evrópskum félagsliðum. Meðal þeirra er Jakob Rysgaard Christiansen sem leikur með U17 ára liði Ajax í Danmörku og Nicolai Weber hægri hornamaður í U19 ára liðs Kolding.
Annars eru leikmenn liðsins með félagsliðum í Frakklandi, Þýskalandi, Svíþjóð, Egyptalandi og Bandaríkjunum. Víst er að flest liðin eru ekki þekkt fyrir að vera í allra fremstu röð. Þó er einn samherji Ólafs Andrésar Guðmundssonar og Teits Arnar Einarssonar hjá IFK Kristianstad í Svíþjóð og hornamaður hjá Flensburg í Þýskalandi. Einn leikmaður er ekki skráður í félagslið.
Bandaríska liðið verður í riðli með landsliðum Austurríkis, Frakklands, Noregs
Eftirtaldir leikmenn skipa landslið Bandaríkjanna á HM í Egyptalandi:
Nicolas Aaron Robinson – markvörður – Elverum Handball
Pái Merkovszki – markvörður – HE-DO B. Braun Gyöngyös
Rene Ingram – markvörður – IFK Kristianstad
Alexandre Chan Blanco – miðjumaður – Club Cisne Balonmano
Ian Heuter – miðjumaður – TSV Bayer Dormagen
Aboubakar Fofana – vinstri skytta – Angers SCO
Amar Amitovic – vinstri skytta – RK Krivaja Zavidovici
Gary Hines – vinstri skytta – HSV Solingen Gräfath
Adam Elzhoghby – hægri skytta – AL-Maadi
Benjamin Briffe – hægri skytta – New York Team Handball
Jakob Rysgaard Christiansen – hægri skytta – Ajax København
Jonas Strömberg – hægri skytta – Boden BK
Samuel Hodderson – hægra horn – Rodgau Nieder-Roden
Ty Reed – hægra horn – SG Flensburg-Handewitt
Nicolai Weber – hægra horn – KIF Kolding
Maximillian Binderis – hægra horn – IFK Tumba HK
Paul Skorupa – línumaður – HSG Krefeld
Patrick Hueter – línumaður – TSV Bayer Dormagen
Domagoj Srsen – línumaður – lið ekki gefið upp
Andrew Donlin – línumaður – Abanca Ademar Leoón
FRÉTTAVAKTIN - Handbolti.is:
- Auglýsing -
- Auglýsing -
Nýlegt á handbolti.is