Stelpurnar í U16 ára landsliðinu burstuðu lið Eistlands í morgun á Opna Evrópumótinu í handknattleik sem stendur yfir í Gautaborg, 27:10. Íslensku stelpurnar höfðu mikla yfirburði í leiknum frá upphafi til enda. M.a. þá skoraði lið Eistlands aðeins fjögur mörk í fyrri hálfleik.
Markverðir íslenska liðsins, Ingunn María Brynjarsdóttir og Elísabet Millý Elíasardóttir, fóru á kostum.
Staðan þegar fyrri hálfleikur var að baki var 16:4, ekki 16:9 eins og missagt hefur verið víða.
Síðar í dag mætir íslenska liðið landsliði Lettlands. Viðureignirnar eru liður í keppni um 13. til 17. sæti mótsins.
Mörk Íslands: Ester Amíra Ægisdóttir 7, Kristbjörg Eiríksdóttir 4, Sólveig Þórmundsdóttir 3, Rakel Dórothea Ágústsdóttir 3, Þóra Hrafnkelsdóttir 2, Dagmark Guðrún Pálsdóttir 2, Herdís Eiríksdóttir 1, Ágústa Rún Jónsdóttir 1, Arna Karítas Eiríksdóttir 1, Guðrún Hekla Traustadóttir 1, Lydía Gunnþórsdóttir 1, Ásrún Inga Arnarsdóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 5, 71% – Elísabet Millý Elíasardóttir 10, 56%.
- Auglýsing -