Noregur og Ísland mættust í 2. umferð Posten Cup-mótsins í handknattleik kvenna í Hákonshöll í Lillehammer fyrr í dag. Íslenska liðið tapaði með 10 mörkum, 31-21, gegn sterku liði Noregs sem er bæði heims- og Evrópumeistari.
Stelpurnar okkar héldu nokkuð vel í norsku heimsmeistarana fyrstu 15 mínútur fyrri hálfleiks. Staðan var þá 8-5 fyrir Noreg. Þær norsku juku þá hraðan og tæpum 10 mínútum síðar var staðan orðin 16-7. Íslensku stúlkurnar skoruðu þrjú mörk í seinni hluta fyrri hálfleiks. Staðan í hálfleik var 20-8 fyrir Noreg.
Seinni hálfleikur var mun betri og vannst af hálfu Íslands 11-13. Hafdís stóð sig með prýði í markinu í seinni hálfleik og varði alls 9 skot, sem gerir 37,5 % hlutfallsmarkvörslu. Íslenska liðið nýtti tækifærið og prófaði ýmsar leikaðferðir og uppstillingar sem skiluðu góðum mörkum og stelpurnar náðu að njóta sín mun betur gegn öflugu liði Norðmanna en í fyrri hálfleik.
Það verður spennandi að sjá hvernig gengur á móti Angóla á morgun sunnudag, á sama tíma, kl. 15:45. Handbolti.is verður einnig með beina textalýsingu frá þeim leik.
Mörk Íslands: Sandra Erlingsdóttir 8/5, Þórey Anna Ásgeirsdóttir, 3, Andrea Jacobsen 2, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Perla Ruth Albertsdóttir 2, Díana Dögg Magnúsdóttir 2, Elísa Elíasdóttir 1, Thea Imani Sturludóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 9, 37,5%, Elín Jóna Þorsteinsdóttir 1, 6,7%
Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.