- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss ætlar í Evrópukeppnina

Hergeir Grímsson hefur kvatt Selfoss og gengið til liðs við Stjörnuna. Mynd/Selfoss/SÁ
- Auglýsing -

Forsvarsmenn handknattleiksdeildar Selfoss hafa ákveðið nýta þann rétt sem félagið hefur til að skrá karlalið sitt til leiks í Evrópubikarkeppninni. Þórir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Selfoss staðfesti þetta í samtali við sunnlenska.is.


„Það er skýr stefna deildarinnar að nýta öll tækifæri til að keppa við sterka andstæðinga og þora að taka slaginn. Þetta er auðvitað stórt verkefni, bæði íþróttalega og fjárhagslega og því mikilvægt að allir leggist á eitt. Eftir fund með þjálfurum og leikmönnum liðsins er ljóst að þeir eru spenntir fyrir verkefninu og tilbúnir í slaginn og þær viðbótaræfingar sem þetta krefst. Þeir eru líka tilbúnir í vinnu við að afla fjár til að kosta verkefnið ásamt stjórn deildarinnar og stuðningsmönnum,“ segir Þórir í samtali við sunnlenska.


Selfoss tók þátt í Evrópubikarkeppni félagsliða 2018 og 2019 og því þekkja menn þar á bæ vel út í hvað er verið að fara með því að skrá liðið til leiks.


Íslandsmeistarar KA/Þórs hafa áður lýst því yfir að til standi að senda liðið til leiks í Evrópudeildinni. Eftir því sem handbolti.is kemst næst þá ætlar Valur einnig að skrá Íslandsmeistarana til keppni í Evrópudeildinni í karlaflokki og kvennaliðið í Evrópubikarinn.


Haukar og FH eiga einnig rétt á þátttöku í Evrópubikarkeppninni í karlaflokki eins og Selfoss. Auk Vals geta Fram og ÍBV einnig tekið þátt í Evrópubikarkeppninni í kvennaflokki.


Frestur til þess að skrá þátttöku í Evrópumótum félagsliða rennur út á næsta þriðjudag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -