Lið Selfoss settist í efsta sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik í gær þegar liðið lagði Fram2, 38:30, í Sethöllinni á Selfossi. Þetta var síðasti leikur Selfyssinga í deildinni á leiktíðinni. Þeir sitja yfir í 18. og síðustu umferð sem leikin verður næsta laugardag. Vegna þess að aðeins níu lið eru í Grill 66-deildinni verður ekki hjá því komist að eitt lið sitji yfir í hverri umferð.
Þór er stigi á eftir Selfoss og nægir jafntefli við HK2 á heimavelli í síðustu umferð til að tryggja sér efsta sætið. Jafntefli dugir Þór vegna hagstæðrar stöðu í innbyrðis viðureignum við Selfoss sem nemur tveimur mörkum. Þór vann heimaleikinn við Selfoss með átta marka mun, 34:26, en tapaði með sex mörkum, 34:28, í Sethöllinni á Selfossi. Þór sat yfir í gær í 17. umferð.
Víkingur vann góðan sigur á Herði á Ísafirði í gær, 35:30, og er öruggt um þriðja sæti deildarinnar.
Ljóst er að Hörður mætir næst neðsta liði Olísdeildar í fyrstu umferð umspils Olísdeildar. Í hinni rimmu undanúrslita mætast liðin sem hafna í öðru og þriðja sæti. Víkingur verður annað þessara liða. Sigurliðin úr undanúrslitarimmum leika til úrslita um sæti í Olísdeild karla á næstu leiktíð.
Leikir í síðustu umferð 29. mars:
Víkingur – HBH.
Fram2 – Haukar2.
Þór – HK2.
Valur2 – Hörður.
– Leikirnir hefjast klukkan 16.15.
Staðan í Grill 66-deildum.
Úrslit gærdagsins í Grill 66-deild karla
Selfoss – Fram2 38:30 (21:15).
Mörk Selfoss: Hannes Höskuldsson 10, Alvaro Mallols Fernandez 4, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Haukur Páll Hallgrímsson 4, Jason Dagur Þórisson 4, Sölvi Svavarsson 4, Elvar Elí Hallgrímsson 3, Anton Breki Hjaltason 1, Árni Ísleifsson 1, Jónas Karl Gunnlaugsson 1, Tryggvi Sigurberg Traustason 1, Valdimar Örn Ingvarsson 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 15, Ísak Kristinn Jónsson 3.
Mörk Fram2: Arnþór Sævarsson 9, Max Emil Stenlund 9, Agnar Daði Einarsson 3, Alex Unnar Hallgrímsson 2, Benjamín Björnsson 2, Kristófer Andri Daðason 2, Garpur Birgisson 1, Kristófer Tómas Gíslason 1, Ólafur Jón Guðjónsson 1.
Varin skot: Garpur Druzin Gylfason 7, Starkaður Arnalds Arnalds 6.
Hörður – Víkingur 30:35 (15:20).
Mörk Harðar: Ólafur Brim Stefánsson 8, Shuto Takenaka 4, Endijs Kusners 3, Jhonatan C. Santos 3, Lubomir Ivanytsia 3, Guðmundur Brynjar Björgvinsson 2, Kenya Kasahara 2, Óli Björn Vilhjálmsson 2, Oliver Rabek 2, Kei Anegayama 1.
Varin skot: Jonas Maier 8, Stefán Freyr Jónsson 5.
Mörk Víkings: Kristján Helgi Tómasson 7, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 7, Arnar Már Ásmundsson 5, Benedikt Emil Aðalsteinsson 4, Kristófer Snær Þorgeirsson 4, Halldór Ingi Óskarsson 3, Stefán Scheving Guðmundsson 2, Igor Mrsulja 1, Óliver Bjarkason 1, Þorfinnur Máni Björnsson 1.
Varin skot: Bjarki Garðarsson 8, Stefán Huldar Stefánsson 6.
Haukar2 – Valur2 32:27 (15:14).
Mörk Hauka: Jón Karl Einarsson 15, Kristinn Pétursson 5, Arnór Róbertsson 4, Daníel Máni Sigurgeirsson 4, Bóas Karlsson 2, Egill Jónsson 1, Jónsteinn Helgi Þórsson 1.
Varin skot: Ari Dignus Maríuson 7, Jákup Müller 7.
Mörk Vals2: Gunnar Róbertsson 8, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 6, Dagur Leó Fannarsson 4, Bjarki Snorrason 2, Daníel Örn Guðmundsson 2, Logi Finnsson 2, Daníel Montoro 1, Hlynur Freyr Geirmundsson 1, Jóhannes Jóhannesson 1.
Varin skot: Hilmar Már Ingason 8.
Staðan og næstur leikir í Grill 66-deildum.