- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss innsiglaði deildarmeistaratitilinn

Selfossliðið fagnar eftir einn af sigrum sínum á leiktíðinni. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Selfoss varð í kvöld deildarmeistari í Grill 66-deild kvenna að loknum öruggum sigri á ungmennaliði Vals, 40:25, í N1-höllinni á Hlíðarenda. Selfoss hefur haft mikla yfirburði í deildinni á leiktíðinni og þótt liðið eigi enn eftir þrjá leiki þá getur ekkert af andstæðingunum náð fleiri stigum þegar umferðirnar átján verða gerðar upp í næsta mánuði. Að baki eru fimmtán sigurleikir í fimmtán umferðum, allir með nokkrum yfirburðum. Þar með er ljóst að Selfoss leikur á ný í Olísdeild kvenna á næstu leiktíð eftir eins árs fjarveru.

Eins og í öðru leikjum til þessa þá hafði Selfossliðið nokkra yfirburði gegn Val í kvöld. Liðið tók snemma forystuna og leit aldrei um öxl eftir það. Staðan var 22:15, að fyrri hálfleik loknum.

Landsliðskonan Perla Ruth Albertsdóttir var atkvæðamest eins og stundum áður. Hún skoraði 14 mörk. Stalla hennar og einnig landsliðskona, Katla María Magnúsdóttir, var næst með 10 mörk.

Staðan í Grill 66-deildum og næstu leikir.

Valur U – Selfoss 26:40 (15:22).
Mörk Vals U.: Ásrún Inga Arnarsdóttir 9, Guðrún Hekla Traustadóttir 8, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 3, Ágústa Rún Jónasdóttir 2, Kristbjörg Erlingsdóttir 2, Sólveig Þórmundsdóttir 2.
Varin skot: Hekla Soffía Gunnarsdóttir 5.
Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 14, Katla María Magnúsdóttir 10, Arna Kristín Einarsdóttir 9, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 2, Tinna Sigurrós Traustadóttir 2, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 1, Harpa Valey Gylfadóttir 1, Hulda Dís Þrastardóttir 1.
Varin skot: Cornelia Hermansson 7, Áslaug Ýr Bragadóttir 4.

FH – Haukar U 26:25 (16:13).
Mörk FH: Emilía Ósk Steinarsdóttir 9, Ena Car 4, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 4, Birna Íris Helgadóttir 3, Telma Medos 2, Telma Medos 2, Karen Hrund Logadóttir 1, Svava Lind Gísladóttir 1.
Varin skot: Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 9, Bára Björg Ólafsdóttir 3.
Mörk Hauka U.: Brynja Eik Steinsdóttir 7, Hildur Sóley Káradóttir 4, Katrín Inga Andradóttir 3, Rósa Kristín Kemp 3, Andrea Mist Grettisdóttir 2, Bryndís Pálmadóttir 2, Gunnhildur Pétursdóttir 1, Ester Amíra Ægisdóttir 1, Elísa Helga Sigurðardóttir 1, Þóra Hrafnkelsdóttir 1.
Varin skot: Elísa Helga Sigurðardóttir 17.

Berserkir – HK 10:30.
Mörk Berserkja:
Agnes Ýr Bjarkadóttir 2, Brynja Dröfn Ásgeirsdóttir 2, Gerður Rún Einarsdóttir 2, Arna Sól Orradóttir 1, Auður Margrét Pálsdóttir 1, Birta Líf Haraldsdóttir 1, Thelma Dís Harðardóttir 1.
Varin skot: María Ingunn Þorsteinsdóttir 9, Aníta Sólveig Traustadóttir 3.
Mörk HK: Aníta Eik Jónsdóttir 5, Leandra Náttsól Salvamoser 5, Anna Valdís Garðarsdóttir 4, Freyja Van Putte 4, Aníta Björk Bárðardóttir 3, Amelía Laufey G. Miljevic 3, Katrín Hekla Magnúsdóttir 2, Hekla Fönn Vilhelmsdóttir 2, Inga Fanney Hauksdóttir 1, Sandra Rós Hjörvarsdóttir 1.
Varin skot: Íris Eva Gísladóttir 6, Þórfríður Arinbjarnardóttir 5.

Staðan í Grill 66-deildum og næstu leikir.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -