Selfoss vann ÍH, 38:33, í síðasta leik 32-liða úrslita Poweradebikars karla í handknattleik í Kaplakrika í kvöld. Staðan var 20:12 Selfossliðinu í hag eftir fyrri hálfleikinn. Fyrr í kvöld tryggðu Víkingar sér sæti í 16-liða úrslitum auk þess sem Hörður komst sömu leið eftir að Víðir gaf viðureign sína við Ísfirðinga. Fyrr í vikunni lagði Þór liðsmenn ÍBV2.
Þar með eru komnar hreinar línur hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppninnar í karlaflokki 17. og 18. nóvember:
Víkingur – Fram.
Haukar – ÍBV.
HK – Afturelding.
Valur – Grótta.
Þór – ÍR.
Selfoss – FH.
Hörður – KA.
Stjarnan – Fjölnir.
Mörk ÍH: Þórarinn Þórarinsson 8, Benedikt Elvar Skarphéðinsson 6, Arnar Gauti Arnarsson 3, Gísli Jörgen Gíslason 3, Hlynur Jóhannsson 3, Kolbeinn Leó Samúelsson 3, Eyþór Örn Ólafsson 2, Róbert Karl Segatta 2, Veigar Snær Sigurðsson 2, Sigþór Gellir Michaelsson 1.
Varin skot: Arnar Pétursson 3, Kristján Rafn Oddsson 3.
Mörk Selfoss: Hannes Höskuldsson 6, Vilhelm Freyr Steindórsson 6, Alvaro Mallols Fernandez 5, Anton Breki Hjaltason 5, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Hákon Garri Gestsson 3, Jason Dagur Þórisson 3, Dagbjartur Máni Björnsson 2, Skarphéðinn Steinn Sveinsson 2, Árni Ísleifsson 1, Jónas Karl Gunnlaugsson 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 13, Alexander Hrafnkelsson 3.