- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss-liðið sterkara á endasprettinum – Hörður lagði Fram á Torfnesi

Hannes Höskuldsson skoraði sex mörk á Ásvöllum í kvöld. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


Selfoss fór upp í efsta sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik í kvöld þegar liðið vann Hauka2, 26:24, á Ásvöllum í öðrum af tveimur leikjum kvöldsins í deildinni. Í hinni viðureigninni lagði Hörður liðsmenn Fram2, með 10 marka mun á Torfnesi, 36:26.

Harðarmenn hreiðruðu um sig í fjórða sæti Grill 66-deildar með stigunum tveimur. Hörður hefur 10 stig eftir níu leiki, fjórum stigum á eftir Selfoss. Víkingur og Þór eru í öðru og þriðja með 12 stig. Liðin mætast í Höllinni á Akureyri á morgun klukkan 16.


Þegar flautað var til hálfleiks á Ásvöllum í kvöld í viðureign Hauka2 og Selfoss voru Haukar fjórum mörkum yfir, 15:11.

Lengi vel í síðari hálfleik héldu Haukar áfram að hafa frumkvæðið. Tíu mínútum fyrir leikslok lánaðist Selfossliðinu loksins að jafna metin, 20:20. Haukar komust tveimur mörkum yfir á nýjan leik, 22:20. Selfoss svaraði með þremur mörkum í röð. Mínútu fyrir leikslok jafnaði Kristinn Pétursson metin fyrir Haukaliðið, 24:24. Hannes Höskuldsson og Valdimar Örn Ingvarsson skoruðu sitt hvort markið fyrir Selfossliðið á síðustu 30 sekúndunum og tryggði liðinu sigur og toppsæti Grill 66-deildarinn, alltént um stundarsakir.

Hörður skoraði 23 mörk í fyrri hálfleik

Ein umferð er eftir í Grill 66-deildinni fyrir jól. Selfoss fær Harðarmenn í heimsókn í Sethöllina á laugardaginn eftir viku. Harðarmenn koma væntanlega á fljúgandi siglingu austur á Ölfursárbakka laugardaginn 14. desember eftir að hafa unnið stórsigur á Fram2 á heimavelli í kvöld, 36:26.

Skemmst er frá því að segja að hið unga lið Fram náði sér aldrei á strik á Torfnesi í kvöld. Harðarmenn voru öflugir frá upphafi til enda, ekki síst í fyrri hálfleik þegar þeim lánaðist að skora 23 mörk.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

Haukar2 – Selfoss 24:26 (15:11).
Mörk Hauka2: Kristinn Pétursson 6, Ísak Óli Eggertsson 4, Jón Karl Einarsson 4, Egill Jónsson 3, Sigurður Bjarmi Árnason 3, Ásgeir Bragi Þórðarson 2, Ásgeir Bragi Þórðarson 1, Daníel Máni Sigurgeirsson 1.
Varin skot: Ari Dignus Maríuson 17.
Mörk Selfoss: Sölvi Svavarsson 8, Hannes Höskuldsson 6, Guðjón Baldur Ómarsson 3, Tryggvi Sigurberg Traustason 3, Alexander Hrafnkelsson 1, Patrekur Þór Öfjörð 1, Alvaro Mallols Fernandez 1, Jónas Karl Gunnlaugsson 1, Valdimar Örn Ingvarsson 1, Anton Breki Hjaltason 1.
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 15.

Hörður – Fram2 36:26 (23:15).
Mörk Harðar: Endijs Kusners 9, Daníel Wale Adeleye 6, Ólafur Brim Stefánsson 6, Guilherme Carmignoli Andrade 4, Jose Esteves Neto 4, Jhonatan C. Santos 3, Guðmundur Brynjar Björgvinsson 2, Stefán Freyr Jónsson 1, Óli Björn Vilhjálmsson 1.
Varin skot: Stefán Freyr Jónsson 13, Jonas Maier 8.
Mörk Fram2: Marel Baldvinsson 14, Max Emil Stenlund 5, Agnar Daði Einarsson 3, Kristófer Tómas Gíslason 1, Daníel Stefán Reynisson 1, Tindur Ingólfsson 1, Sigurður Bjarki Jónsson 1.
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 12.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -