Unglingalandsliðskonan Emelía Ósk Aðalsteinsdóttir hefur gengið til liðs við Selfoss frá Fjölni. Hún hefur ekkert hik á heldur er í leikmannahópi Selfoss sem mætir Aftureldingu í 1. umferð Ragnarsmótsins í handknattleik í kvöld.
Handknattleiksdeild Fjölnis segir frá því í kvöld að samkomulag hafi náðst á milli félaganna um vistaskipti línukonunnar sem lék með 19 ára landsliði kvenna við góðan orðstír á Evrópumótinu í Portogrica í síðasta mánuði.
Emelía Ósk er uppalin hér í Fjölni og hefur spilað með yngri flokkum félagsins. Hún skoraði 38 mörk í 18 leikjum Fjölnis í Grill 66-deildinni á síðasta keppnistímabili.
Selfoss leikur í Olísdeild kvenna á komandi keppnistímabili og í Evrópubikarkeppninni strax í lok næsta mánaðar gegn AEK Aþenu.