- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss sendi Gróttu niður í Grill 66-deildina

Leikmenn, þjálfarar og starfsmenn karlalaliðs Selfoss sem komst á ný í Olísdeild karla í dag. Ljósmynd/Sunnlenska.is/Guðmundur Karl
- Auglýsing -


Selfoss leikur í Olísdeild karla í handknattleik á næstu leiktíð eftir að hafa unnið Gróttu, 27:26, í fjórða leik liðanna í Sethöllinni á Selfossi í kvöld. Selfoss vann þrjá leiki í röð í rimmunni en Grótta einn, þann fyrsta með níu marka mun, 40:31. Grótta er þar með fallin úr Olísdeildinni eftir sex ára samfellda veru. Selfoss endurheimtir sæti í Olísdeildinni eftir fall fyrir ári.


Grótta var lengi vel yfir í leiknum í kvöld. M.a. var þriggja marka munur, 13:10. Heimamenn voru sterkari síðustu 10 til 15 mínúturnar og unnu sig inn í leikinn og sneri honum sér í hag. Hannes Höskuldsson skoraði 27. mark Selfoss 52 sekúndum fyrir leikslok.Jón Ómar Gíslason minnkað muninn í eitt mark í blálokin.

Mörk Selfoss: Hannes Höskuldsson 7, Tryggvi Sigurberg Traustason 5, Alvaro Mallols Fernandez 4, Jónas Karl Gunnlaugsson 4, Hákon Garri Gestsson 2, Guðjón Baldur Ómarsson 2, Valdimar Örn Ingvarsson 2, Anton Breki Hjaltason 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 9, Alexander Hrafnkelsson 1.
Mörk Gróttu: Jakob Ingi Stefánsson 6, Elvar Otri Hjálmarsson 5, Jón Ómar Gíslason 5, Hannes Grimm 3, Gísli Örn Alfreðsson 2, Ágúst Ingi Óskarsson 2, Alex Kári Þórhallsson 2, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 1.
Varin skot: Hannes Pétur Hauksson 14, Lárus Gunnarsson 1.

Umspil Olís karla 2025: leikjadagskrá og úrslit

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -