- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss sterkara þegar á leið – Hörður stóð í Fram

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Selfoss var sterkara á endasprettinum gegn KA í viðureign liðanna á Ragnarsmótinu í handknattleik karla í Set-höllinni í kvöld. Tíu mínútum fyrir leikslok var staðan jöfn, 24:24, en þegar upp var staðið vann Selfoss með sex marka mun, 33:27.


Í síðari leik kvöldsins á Ragnarsmótinu vann Fram nýliða Olísdeildar, Hörð frá Ísafirði, með eins marks mun 27:26.


Þetta var fyrsti sigur Selfoss á mótinu. Liðið tapaði fyrir Aftureldingu í fyrrakvöld með tveggja marka mun. KA-menn lék á hinn bóginn í fyrsta sinn í kvöld og ganga aftur fram á leikvöllinni annað kvöld þegar þeir mæta Aftureldingu klukkan 19.30 í Set-höll Selfyssinga.


Eftir frísklega byrjun Selfoss-liðsins í kvöld þá jafnaðist viðureignin þegar á leið fyrri hálfleik. Segja má að jafnvægi hafi verið í viðureigninni allt þar til 17 til 18 mínútur voru til leiksloka. Þá komst Selfoss yfir, 23:20. KA-mönnum tókst að jafna en eftir annað áhlaup Selfossliðsins skömmu síðar þá féll liðsmönnum KA allur ketill í eld.


Mörk Selfoss: Ísak Gústafsson 9, Einar Sverrisson 4, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Atli Ævar Ingólfsson 3, Sæþór Atlason 3, Hannes Höskuldsson 2, Tryggvi Sigurberg Taustason 2, Elvar Elí Hallgrímsson 2, Guðmundur Hólmar Helgason 2, Richard Sæþór Sigurðsson 1, Jón Þórarinn Þosteinsson 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 9, Alexander Hrafnkelsson 2.

Mörk KA: Dagur Gautason 5, Einar Rafn Eiðsson 4, Allan Norðberg 4, Patrekur Stefánsson 3, Einar Birgir Stefánsson 3, Arnór Ísak Haddsson 2, Gauti Gunnarsson 2, Dagur Árni Heimisson 1, Ísak Óli Eggertsson 1, Jóhann Geir Sævarsson 1, Haraldur Bolli Heimisson 1.
Varin skot: Nicholas Satzhwell 5.

Hörður hafði nærri jafnað

Fram vann nýliða Olísdeildar karla, Hörð frá Ísafirði, 27:26, í síðari leik kvöldsins á Ragnarsmótinu. Framarar voru ekki með sitt sterkasta lið í leiknum þar nokkrir af þeim öflugri voru að leika æfingaleik við Val í nýja íþróttahúsinu í Úlfarsárdal nánast á sama tíma og leikurinn á Selfossi fór fram.

Eftir því sem næst verður komist vann Valur liðsmenn Fram í fyrrgreindum æfingaleik, 38:30, eftir að hafa verð sex mörkum yfir í hálfleik, 18:12.


Þótt Fram væri ekki með sitt allra sterkasta lið þá kom það ekki í veg fyrir að þeir bláklæddu voru með yfirhöndina tvo þriðju leiktímans. Þremur mörkum munaði á liðunum eftir fyrri hálfleik, 16:13.


Harðarmenn sóttu í sig veðrið á endasprettinum og voru nærri því að jafna metin beint úr aukakasti þegar leiktíminn var á enda. Þrumuskot endaði í utanverði hliðarnetinu á marki Fram.


Um var að ræða fyrsta leik Harðar á mótinu. Ísfirðingarnir eiga næst leik við ÍBV á föstudaginn klukkan 18.30.


Mörk Fram: Kristófer Dagur Sigurðsson 8, Arnór Gauti Óskarsson 5, Andri Dagur Ófeigsson 4, Felix Már Kjartansson 3, Stefán Orri Arnalds 3, Kristófer Andri Daðason 2, Daníel Steán Reynisson 1, Eiður Rafn Valsson 1.
Varin skot: Magnús Gunnar Erlendsson 8.


Mörk Harðar: Suguru Hikawa 4, Óli Björn Vilhjálmsson 4, Jón Ómar Gíslason 3, Noah Virgil Angelo Bardova 3, Gutnis Pilpuks 2, Axel Sveinsson 2, Mikel Amitlibia Aristi 2, Endjis Kusners 2, Ásgeir Óli Kristjánsson 2, Daníel Wale Adeleye 1, Victor Manuel Iturrino 1.
Varin skot: Rolands Lebedevs 5, Stefán Freyr Jónsson 5.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -