- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss stóðst álagið og er komið í aðra umferð

Mynd/Poto-Pilka Ivan Pilát
- Auglýsing -

Karlalið Selfoss er komið áfram í aðra umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik eftir að hafa unnið Koprivnice samanlagt, 59:53, í tveimur leikjum í Tékklandi í dag og í gær. Síðari viðureigninni í dag lauk með jafntefli, 28:28, þar sem Selfossliðið skoraði tvö síðustu mörkin. Jafnt var í hálfleik, 14:14.


Selfoss mætir RK Jeruzalem Ormos frá Slóveníu í annarri umferð sem leikin verður helgarnar 16. og 17. október og 23. og 24. október. Dregið var til annarrar umferðar um leið og dregið var í fyrstu umferð.

Komnir í aðra umferð í Evrópubikarnum. Mynd/UMFSelfoss


Eftir góðan sigur í gær, 31:25, var Selfoss-liðið í vænlegri stöðu fyrir viðureignina í dag. Heimamenn voru ekki á því að gefa svo auðveldlega eftir. Þeir lögðu allt í sölurnar og úr varð hörkuleikur. Selfoss-liðið stóðst hinsvegar prófið. Það gaf heimamönnum aldrei þumlung eftir. Viðureignin var jöfn og spennandi, mjög átakamikil og stórkallaleg og hreinlega gróf á stundum. Alls voru leikmenn utan vallar í 28 mínútur og tvö rauð spjöld fór á loft. Þeim eins og brottrekstrunum var bróðurlega skipt á milli liðanna af dómurnum frá Slóvakíu sem voru ekki öfundsverðir af hlutverkum sínum.


Jafnt var á flestum tölum þótt á tíðum næði annað liðið að komast tveimur mörkum yfir.


Mörk Selfoss: Hergeir Grímsson 7/1, Ragnar Jóhannsson 7, Atli Ævar Ingólfsson 5, Alexander Már Egan 3, Ísak Gústafsson 2, Richard Sæþór Sigurðsson 2, Einar Sverrisson 1, Haukur Páll Hallgrímsson 1/1.
Varin skot: Vilius Rasimas 15/2, Sölvi Ólafsson 2/1.

Fylgst var með leiknum í textalýsingu á handbolti.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -