- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfoss vann í maraþonleik í Safamýri

Hannes Höskuldsson fyrirliði handknattleiksliðs Selfoss. Ljósmynd/UMF Selfoss
- Auglýsing -


Selfoss vann Víking eftir maraþonleik í Safamýri í kvöld og leikur til úrslita í umspili Olísdeildar karla við Gróttu. Fyrsti úrslitaleikurinn verður væntanlega í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi fimmtudaginn 17. apríl. Eftir tvær framlengingar þá tókst Selfossliðinu að vinna með eins marks mun, 35:34, í Safamýri.

Ótrúlega jöfn lið

Óhætt er að segja að viðureignir Selfoss og Víkings hafi verið hnífjafnar. Fyrri viðureign liðanna, sem fram fór í Sethöllinni á Selfossi á föstudaginn varð að framlengja til að knýja fram hrein úrslit. Þá nægði ein framlenging. Að þessu sinni þurfti tvær og leikmenn fengu svo sannarlega að taka á honum stóra sínum ásamt dómurunum Bjarka Bóassyni og Magnúsi Kára Jónssyni.

Selfoss jafnaði og jafnaði

Selfossliðið var marki yfir í hálfleik, 15:14. Guðjón Baldur Ómarsson jafnaði metin fyrir gestina, 26:26, rétt áður en hefðbundinn 60 mínútna leikur var á enda.

Hannes Höskuldsson jafnaði á ný fyrir Selfoss rétt áður en fyrri framlengingin var á enda. Hann skoraði síðan 35. mark Selfoss 20 sekúndum fyrir lok síðari framlengingar, 35:33, og innsiglaði sigur Selfoss eftir mikinn darraðardans á síðustu mínútunum. Mark Halldórs Inga Óskarssonar fyrir Víking níu sekúndum fyrir leikslok nægði ekki.


Mörk Víkings: Kristján Helgi Tómasson 10, Þorfinnur Máni Björnsson 6, Halldór Ingi Jónasson 4, Jóhann Reynir Gunnlaugsson 4, Benedikt Emil Aðalsteinsson 3, Halldór Ingi Óskarsson 3, Kristófer Snær Þorgeirsson 2, Stefán Scheving Guðmundsson 1, Sigurður Páll Matthíasson 1.
Varin skot: Bjarki Garðarsson 11.

Mörk Selfoss: Hannes Höskuldsson 9, Tryggvi Sigurberg Traustason 8, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Jónas Karl Gunnlaugsson 3, Sölvi Svavarsson 3, Hákon Garri Gestsson 2, Valdimar Örn Ingvarsson 2, Anton Breki Hjaltason 1, Árni Ísleifsson 1, Elvar Elí Hallgrímsson 1, Jason Dagur Þórisson 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 15, Alexander Hrafnkelsson 3.

Tölfræði HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -