Selfoss heldur pressu á Þór Akureyri fyrir síðustu leiki liðanna í Grill 66-deild karla í handknattleik. Selfoss vann Val2, 39:35, í N1-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Þar með munar aðeins einu stigi á liðunum. Þór er með 26 stig en Selfoss 25.
Selfoss leikur sinn síðasta leik í deildinni á laugardaginn 22. mars gegn Fram2 í Sethöllinni á Selfossi. Þórsarar mæta HK2 í Höllinni á Akureyri viku síðar. Vegna þess að níu lið eru í Grill 66-deild verður eitt að sitja yfir í hverri umferð. Selfoss situr hjá í 18. umferð en Þór í þeirri 17.
Selfyssinginar þurftu að hafa fyrir sigrinum gegn Val2. Valsarar voru með tveggja marka forskot í hálfleik, 19:17. Selfossliðið komst loks yfir rétt fyrir miðjan síðari hálfleik þegar liðið skoraði þrjú mörk í röð, 27:26. Áfram var leikurinn allt þar til um 10 mínútur voru eftir þegar Selfyssingum tókst að hrista Valsara af sér.
Staðan og næstu leikir í Grill 66-deild karla.
Mörk Vals2: Gunnar Róbertsson 10, Hlynur Freyr Geirmundsson 8, Hlynur Freyr Geirmundsson 5, Dagur Leó Fannarsson 4, Daníel Montoro 4, Daníel Örn Guðmundsson 3, Atli Hrafn Bernburg 1.
Varin skot: Jens Sigurðarson 8.
Mörk Selfoss: Hannes Höskuldsson 9, Árni Ísleifsson 5, Anton Breki Hjaltason 4, Jason Dagur Þórisson 4, Jónas Karl Gunnlaugsson 4, Guðjón Baldur Ómarsson 3, Tryggvi Sigurberg Traustason 3, Hákon Garri Gestsson 2, Valdimar Örn Ingvarsson 2, Elvar Elí Hallgrímsson 1, Haukur Páll Hallgrímsson 1, Sölvi Svavarsson 1.
Varin skot: Jón Þórarinn Þorsteinsson 9, Ísak Kristinn Jónsson 1.
Tölfræði HBritara.