- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfyssingar jöfnuðu metin

Jónas Karl Gunnlaugsson kom Selfossi yfir, 25:24, þegar rúmar níu mínútur voru til leiksloka. Ljósmynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -


Leikmenn Selfoss létu níu marka tap fyrir Gróttu í fyrsta leik liðanna í úrslitum umspils Olísdeildar karla í handknattleik á síðasta fimmtudag slá sig út af laginu. Þvert á móti þá mættu Selfyssingar tvíefldir til leiks í Sethöllina í kvöld og unnu Gróttu, 31:29. Þar með er rimma liðanna jöfn, hvort lið hefur einn vinnig en þrjá vinninga þarf til þess að öðlast sæti í Olísdeild karla á næstu leiktíð.


Næst mætast Grótta og Selfoss í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi á fimmudaginn, fyrsta sumardag, klukkan 19.30.

Grótta var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 15:13, og hafði yfirhöndina fram eftir síðari hálfleik. Leikmenn Selfoss, vel studdir af áhorfendum eins og venjulega, komust yfir, 25:24, með marki Jónasar Karls Gunnlaugssonar þegar liðlega níu mínútur voru til leiksloka. Grótta skoraði tvö mörk í komst yfir á ný. Það nægði ekki og gæfuhjólið snerist með heimamönnum á síðustu mínútum.


Mörk Selfoss: Hannes Höskuldsson 9, Sölvi Svavarsson 6, Hákon Garri Gestsson 3, Jason Dagur Þórisson 3, Jónas Karl Gunnlaugsson 3, Elvar Elí Hallgrímsson 2, Alexander Hrafnkelsson 1, Anton Breki Hjaltason 1, Árni Ísleifsson 1, Guðjón Baldur Ómarsson 1, Tryggvi Sigurberg Traustason 1.
Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 11, Jón Þórarinn Þorsteinsson 1.

Mörk Gróttu: Ágúst Ingi Óskarsson 8, Antoine Óskar Pantano 5, Jón Ómar Gíslason 4, Jakob Ingi Stefánsson 4, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 3, Sæþór Atlason 3, Ari Pétur Eiríksson 1, Gísli Örn Alfreðsson 1.
Varin skot: Hannes Pétur Hauksson 7, Magnús Gunnar Karlsson 2.

Tölfræði HBritara.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -