- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Selfyssingurinn fer frá Svíþjóð til Noregs

Tryggvi Þórisson hefur samið við Elverum í Noregi. Ljósmynd/Guðmundur Svansson
- Auglýsing -


Tryggvi Þórisson hefur samið við norsku deildarmeistarana Elverum frá og með sumrinu og til tveggja ára. Tryggvi kemur til félagsins frá IK Sävehof í Svíþjóð hvar hann hefur verið síðustu þrjú og varð m.a. sænskur meistari fyrir ári síðan.

Tryggvi er 22 ára gamall Selfyssingur og vakti fyrst athygli með liði félagsins í Olísdeildinni áður en hann hélt til Svíþjóðar. Hann er hávaxinn og líkamlega sterkur línu- og varnarmaður. Tryggvi lék verulegt hlutverk með yngri landsliðum Íslands og átti sæti í bronsliðinu á HM 21 árs landsliða fyrir tveimur árum.


Elverum er eitt sigursælasta handknattleikslið í Noregi á síðari árum og varð margoft meistari áður en Kolstad kom fram á sjónarsviðið með vaska sveit sína fyrir þremur árum.

Elverum varð deildarmeistari í vor og er komið í úrslit gegn Kolstad í úrslitakeppninni sem hefst á næstu dögum. Børge Lund, fyrrverandi landsliðsmaður Noregs þjálfar Elverum. Forveri hans var Svíinn Michael Apelgren sem var þjálfari Tryggva hjá IK Sävehof um tveggja ára skeið.

Með komu sinni til Elverum fetar Tryggvi m.a. í spor Hannesar Jóns Jónssonar, Ingimundar Ingimundarsonar, Sigvalda Björns Guðjónssonar og Orra Freys Þorkelssonar sem gerðu það gott með Elverum og urðu m.a. meistarar.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -