- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sendi eiginmanninn heim af EM – var njósnað um Serba?

Uros Bregar landsliðsþjálfari Serbíu. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Slóvenska landsliðið vann Serba í lokaumferð riðlakeppni EM á þriðjudagskvöld og sendi þar með serbneska landsliðið heim. Svo skemmtilega vill til að Tamara Mavsar, einn leikmanna slóvenska landsliðsins, er eiginkona Uros Bregar landsliðsþjálfara Serba. Bregar er Slóveni og þjálfaði landslið Slóvena um árabil en söðlaði um og tók við serbneska landsliðinu sumarið 2021.


„Vissulega er þetta leiðinlegt þar sem hann er maðurinn minn. Inni á handboltavellinum erum við andstæðingar. Að leikslokum er annað okkar ánægðara þegar upp er staðið. Svona er lífið,“ sagði Mavsar í samtali við TV2 í Danmörku.

Njósnabúnaðir í pappakössum


Serbar eru allt annað en hressir þessa dagana. Ekki aðeins með að hafa fallið úr leik á EM heldur hitt að þeir telja að Slóvenar hafi stundað njósnir og komið fyrir upptökubúnaði og tekið upp síðustu æfingu Serba fyrir leikinn mikilvæga á þriðjudaginn. Serbar segja að farsími og spjaldtölva hafi fundist í götóttum pappakössum í keppnishöllinni eftir æfingu.

Blæs á kenningar

Mikið veður hefur verið gert úr málinu í Serbíu og eins í sænska Aftonbladet. Danski handknattleikssérfræðingurinn Bent Nyegaard blæs á kenningar um njósnir í samtali við TV2 í heimalandi sínu. Hann segir hvert landslið hafa nægt efni af anstæðingum sínum undir höndum svo ekki sé þörf á stunda njósnir af þessu tagi. Þess utan þykir honum einkennilegt að þetta mál komi upp tveimur dögum eftir leikinn og þremur dögum eftir æfinguna.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -