- Auglýsing -
- Auglýsing -

Serbar skelltu Svíum í Zrenjanin

Serbneska landsliðið í handknattleik sem lék hér á landi í október. Mynd/Mummu Lú

Serbía vann Svíþjóð, 24:21, í riðli íslenska landsliðsins í undankeppni Evrópumóts kvenna í handknattleik í kvöld. Leikurinn fór fram í Zrenjanin í Serbíu. Serbar voru marki yfir, 10:9.


Þar með eru Svíar og Serbar með fjögur stig hvor eftir þrjá leiki en Ísland og Tyrkland hafa tvö stig hvor um sig. Ísland og Tyrkland mætast á Ásvöllum á sunnudaginn á sama tíma og Svíar fá Serba í heimsókn til Ystad.


Serbneska landsliðið var með yfirhöndina í leiknum frá upphafi til enda. Úrslitin eru nokkuð óvænt þar sem sænska liðið hefur verið álitið öflugra. Serbar sýndu þó talsverð framfaramerki frá heimsmeistaramótinu á Spáni í desember eftir vonbrigði á EM 2020 og tap fyrir íslenska landsliðinu á Ásvöllum í byrjun október.


Jelena Lavko skoraði sex mörk fyrir serbneska landsliðið. Markadrottning HM 2021, Nathalie Hagman, var atkvæðamest hjá Svíum eins og stundum áður með 10 mörk.

Marija Jovanovic leikmaður ÍBV var ekki í leikmannahópi Serba að þessu sinni en hún var með liðinu á HM í desember.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -