- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sérstök tilfinning í leikslok

Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

„Þessum úrslitum fylgja sérstakar tilfinningar,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari karlaliðs Gróttu eftir naumt tap fyrir Stjörnunni í Olísdeildinni í gærkvöldi, 28:27, í æsilega spennandi leik sem fram fór í TM-höllinni í Garðabæ.


„Eftir skell í síðasta leik gegn Haukum þá kallaði ég bara eftir góðri frammistöðu hjá strákunum í kvöld og þess vegna fylgir því sérstök tilfinning að vera ánægður með frammistöðuna en vera vonsvikinn yfir úrslitunum,“ sagði Arnar Daði sem vildi skrifa nauma tapið á reikning reynsluleysis.

„Við vorum tveimur mörkum yfir þegar skammt var til leiksloka. Eftir það féllu nokkur atriði ekki með okkur sem endaði með stangarskoti Satoru Goto á síðustu sekúndu þar sem við vorum hársbreidd frá að jafna metin.“


Arnar sagði að lið sitt væri vissulega að safna stigum eins og önnur lið deildarinnar. Það væri einnig með það markmið að bæta leik sinn stig af stigi, taka framförum og eflast af reynslu. „Við verðum að leika af krafti en það á ekki að þurfa að kalla eftir því í hverjum leik. Strákarnir hafa sýnt það í vetur að þegar þeir leggja sig alla fram þá geta þeir veitt öllum liðum samkeppni. Frammistaðan má hinsvegar ekki vera tilviljunarkend,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu í samtali við handbolta.is.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -