- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sex íslenskir leikmenn og einn þjálfari hafa unnið Meistaradeildina

Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson fagna sigri í Meistaradeildinni í júní á síðasta ári. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Sex íslenskir handknattleiksmenn og einn þjálfari hafa orðið Evrópumeistarar með félagsliðum sínum í Meistaradeild Evrópu á síðustu 22 árum. Tveir bættust í hópinn í gær, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon, leikmenn SC Magdeburg frá Þýskalandi.

Alfreð Gíslason og Ólafur Stefánsson brutu ísinn fyrir 21 ári þegar þeir unnu Meistaradeildina einnig með SC Magdeburg.

Alfreð þjálfaði liðið en Ólafur var leikmaður. Þá var fyrirkomulag úrslitaleikjanna annað en síðar varð. Árið 2002 fóru fram tveir leikir, á heimavelli beggja liðanna sem komust í úrslit og leið yfirleitt vika á milli viðureigna. SC Magdeburg vann MBK Veszprém samanlagt, 51:48, eftir fimm marka sigur í Magdeburg í síðari leiknum, 30:25.

Alfreð og Ólafur áttu eftir að endurtaka leikinn oftar en einu sinni með öðrum félögum.

Íslendingar í sigurliðum Meistaradeildar Evrópu:

2002 – Ólafur Stefánsson leikmaður og Alfreð Gíslason þjálfari hjá SC Magdeburg.
2005 – Ólafur Stefánsson leikmaður hjá Ciudad Real.
2008 – Ólafur Stefánsson leikmaður hjá Ciudad Real.
2009 – Ólafur Stefánsson leikmaður hjá Ciudad Real.
2010 – Aron Pálmarsson leikmaður og Alfreð Gíalson þjálfari hjá THW Kiel.
2012 – Aron Pálmarsson leikmaður og Alfreð Gíalson þjálfari hjá THW Kiel.
2014 – Ólafur Gústafsson leikmaður hjá Flensburg.
2015 – Guðjón Valur Sigurðsson leikmaður hjá Barcelona.
2021 – Aron Pálmarsson leikmaður hjá Barcelona.
2023 – Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon leikmenn hjá SC Magdeburg.

Guðjón Valur fagnar marki með Barcelona í úrslitaleik Meistaradeildar 2015. Mynd/EPA

Frá 1994

Meistaradeild Evrópu var sett á laggirnar leiktíðina 1993/1994 eftir að Evrópukeppni meistaraliða komst á forræði Handknattleikssambands Evrópu, EHF, sem stofnað var í byrjun tíunda áratugarins. Alþjóða handknattleikssambandið hafði haldið keppninni úti frá 1956.

Valur lék til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða leiktíðina 1979/1980 og tapaði fyrir TV Großwallstadt frá Þýskalandi, 21:12. Félögin komu sér saman um að leika aðeins einn úrslitaleik.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -