- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sex marka sigur á Ásvöllum – HK er áfram efst

Hjörtur Ingi Halldórsson leika í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili. Mynd /Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

HK fangaði tvö stig í gærkvöld með öruggum sigri á ungmennaliði Hauka á Ásvöllum, 32:26, í upphafsleik 5. umferðar Grill66-deildar karla í handknatteik. HK situr þar með áfram í efsta sæti deildarinnar eins og liðið hefur gert frá fyrstu umferð.


Haukar eru í níunda og næst neðsta sæti með tvö stig eftir fjóra leiki en liðið á inni viðureign við Fjölni sem frestað var í haust og ráðgert er að fari fram 13. desember.


HK var með yfirhöndina í leiknum á Ásvöllum í gærkvöldi frá upphafi til enda. Forskot Kópavogsliðsins var fimm mörk að loknum fyrri hálfleik, 16:11.


Mörk HK: Ágúst Ingi Óskarsson 5, Birkir Snær Steinsson 5, Össur Haraldsson 4, Jón Karl Einarsson 3, Þorfinnur Máni Björnsson 3, Kristófer Máni Jónasson 2, Andri Fannar Elísson 1, Gísli Rúnar Jóhannsson 1, Jakob Aronsson 1, Mikael Andri Samúelsson 1.
Varin skot: Ari Dignus Maríuson 12.

Mörk HK: Hjörtur Ingi Halldórsson 8, Símon Michael Guðjónsson 8, Kristján Ottó Hjálmsson 6, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 2, Júlíus Flosason 2, Kristján Pétur Barðason 2, Sigurvin Jarl Ármannsson 2, Pálmi Fannar Sigurðsson 1, Aron Gauti Óskarsson 1.
Varin skot: Sigurjón Guðmundsson 13, Róbert Örn Karlsson 1.


Næstu leikir í Grill66-deild karla verða á fimmtudagskvöld. Víkingar taka þá á móti ungmennaliði Fram og ungmenni Valsara fá Fjölnismenn í heimsókn í Origohöllina klukkan 21.15 sem er svo sannarlega nokkuð seint.

Staðan:

HK5410167 – 1359
Valur U4310114 – 1067
Víkingur5211121 – 1145
KA U4211127 – 1245
Þór4202111 – 1124
Selfoss U4112142 – 1483
Fjölnir311197 – 963
Fram U4103115 – 1232
Haukar U4103108 – 1122
Kórdrengir400494 – 1260
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -