Íslenska landsliðið tapaði fyrir danska landsliðinu með sex marka mun, 31:25, í fyrstu umferð B-riðils Evrópumóts 19 ára landsliða kvenna í handknattleik í Bemax Arena í Podgorica í Svartfjallalandi í dag. Danir voru fimm mörkum yfir, 15:10, að loknum fyrri hálfleik. Næsti leikur Íslands á mótinu verður við landslið Litáen á morgun klukkan 10 að íslenskum tíma.
Eins og við mátti búast var danska liðið, sem vann silfur á HM á síðasta ári, sterkara frá upphafi til enda í leiknum í dag. Þegar á leið fyrri hálfleik náðu Danir hvað eftir annað helmingsmun. Íslensku stúlkurnar héldu hinsvegar alltaf áfram og voru hreinlega óheppnar að fara ekki þremur mörkum undir inn í hálfleikinn í stað fimm marka munar.
Framan af síðari hálfleik náði íslenska liðið að hafa í fullu tré við það danska og átti aftur kost á að minnka muninn í fjögur mörk í stöðunni 14:19. Þess í stað gáfu Danir í og náðu sjö marka forskoti og síðar níu marka mun, 16:25.
Síðustu 10 mínúturnar voru góðar hjá íslenska liðinu sem vann sig til baka úr slæmri stöðu gegn feikisterku dönsku liði. Skömmu fyrir leikslok var munurinn kominn niður í fjögur mörk, 24:28.
Margt gott sem hægt er að byggja ofan á
Mörk Íslands: Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 5/1, Ásthildur Þórhallsdóttir 4, Arna Karítas Eiríksdóttir 4, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 4, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 3, Guðrún Hekla Traustadóttir 2, Ásrún Inga Arnarsdóttir 1, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 1, Hulda Hrönn Bragadóttir 1.
Varin skot: Elísabet Millý Elíasardóttir 11, 44% – Ingunn María Einarsdóttir 2/1, 10,5%.
Mörk Danmerkur: Anne Dolberg Plougstrup 9, Cecilie Frydendahl Nørskov 8, Emilie Schleicher 4, Andrea Bjertrup Jensen 3, Anna Mathilde Nordvig Hansen 2, Signe Bang Sandager Rød Andersen 2, Cecilie Zimmer Hedegaard 1, Ditte Alnor Michelsen 1, Clara Bro Veilgaard 1.
Varin skot: Andrea Nørklit Jørgensen 10, 34,4%.
EM19-’25: Leikjadagskrá, riðlakeppni, úrslit og staðan
Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.