- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sextán leikmenn eru lagðir af stað til Tyrklands í EM-leikinn

Arnar Pétursson, landsliðaþjálfari, og Hlynur Morthens markvarðarþjálfari. Mynd/ Mummi Lú
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna lagði af stað til Tyrklands í morgun hvar það mætir landsliði þarlendra á miðvikudaginn í undankeppni Evrópumótsins. Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, fór utan með sextán leikmenn af þeim 19 sem hann valdi til æfinga á dögunum.


Þeir þrír leikmenn sem urðu eftir heima eru Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, HK, Rakel Sara Elvarsdóttir, KA/Þór, og Sara Sif Helgadóttir, markvörður úr Val.


Fjórtán leikmenn fóru af landi brott í morgun áleiðis til Kaupmannahafnar þar sem skipt verður um flugvél og haldið áfram til Istanbúl. Í borginni við Bosporussund, sem áður fyrr var nefnd Mikligarður, bætast tveir leikmenn í hópinn.

Önnur er Díana Dögg Magnúsdóttir, leikmaður BSV Sachen Zwickau. Hún var í eldlínunni með liði sínu í þýsku 1. deildinni í gær og flaug af stað frá Þýskalandi í morgun. Hin er Sandra Erlingsdóttir sem leikur með EH Aalborg gegn Rødovre HK nærri Kaupmannahöfn í dag og fer síðan rakleitt eftir leik á Kastrup og flýgur til Miklagarðs í kvöld.

Flogið verður í fyrramálið til Kastamonu frá Miklagarði.

Sunna Jónsdóttir og Hildigunnur Einarsdóttir eru báðar í landsliðshópnum sem fór til Tyrklands. Mynd/Mummi Lú


Landsliðshópurinn sem leikur við Tyrki í Kastamonu á miðvikudag er skipaður eftirtöldum leikmönnum.


Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Ringkøbing Håndbold (35/1).
Hafdís Renötudóttir, Fram (32/1).
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, Kristianstad (27/7).
Berglind Þorsteinsdóttir, HK (8/5).
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (30/31).
Elísa Elíasdóttir, ÍBV (2/0).
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (10/8).
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjarnan (47/80).
Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (86/96).
Lovísa Thompson, Valur (25/52).
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (104/215).
Sandra Erlingsdóttir, EH Aalborg (8/27).
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (63/47).
Thea Imani Sturludóttir, Valur (50/77).
Unnur Ómarsdóttir, KA/Þór (34/32).
Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (109/319).

Síðari leikurinn við Tyrki verður á Ásvöllum eftir viku. Olís býður landsmönnum á þá viðureign.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -