Króatía, Noregur, Serbía, Ísland, Tékkland, Sviss og Pólland tryggðu sér í kvöld sæti í lokakeppni Evrópumótsins í handknattleik karla sem fram fer í Þýskalandi í janúar á næsta ári.
Lið þessar þjóða bætast þar með í hópinn með Portúgal, Austurríki, Ungverjalandi, Slóveníu og Frakklandi sem voru örugg um farseðil á EM fyrir leikina í 5. umferð sem fram fóru í dag og í gær.
Þar með hefur 16 af 24 sætum verið ráðstafað á mótinu því auk þjóðanna 12 sem getið er um að ofan eru Þýskaland sem gestgjafi, Svíþjóð, Spánn og Danmörk, verðlaunahafarnir þrír á síðasta Evrópumóti, með frátekin sæti á mótinu.
Enn er átta farseðlum óráðstafað fyrir lokaumferðina sem fer fram á sunnudaginn með sextán leikjum sem allir fara fram á sama tíma, klukkan 16.
Meðal þeirra sem eru á barmi þess að komast áfram eru landslið Hollands, Grikklands, Svartfjallalands, Bosníu, Ítalíu, Færeyja, Rúmeníu, Norður Makedóníu og Tyrklands.
Sjá nánar í fréttinni hér fyrir neðan.