- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sextándi sigur Vals – Selfoss náði skammvinnu áhlaupi í síðari hálfleik

Hildigunnur Einarsdóttir og liðsfélagar í Valda sigurgöngunni áfram í Olísdeildinni. Ljósmynd/Aðsend
- Auglýsing -


Valur heldur sigurgöngu sinni áfram í Olísdeild kvenna í handknattleik. Liðið vann í kvöld sinn sextánda leik í deildinni þegar lið Selfoss kom í heimsókn í N1-höllina á Hlíðarenda. Valsliðið fór á kostum í fyrri hálfleik, ekki síst Hafdís Renötudóttir markvörður og varnarleikurinn góður. Þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik var forskot Íslandsmeistaranna átta mörk, 16:8.


Valur hefur 32 stig eftir 17 leiki og nálgast óðum deildarmeistaratitilinn annað árið í röð. Liðið á aðeins fjóra leiki eftir. Fram er átta stigum á eftir en á ólokið sex viðureignum.
Selfoss er eftir sem áður í fjórða sæti með 13 stig.

Í upphafi síðari hálfleiks virtist sem lið Selfoss ætlaði að endurtaka leikinn frá því á laugardaginn gegn Fram í Lambhagahöllinni þegar liðinu tókst að éta upp forskot Framara jafnt og þétt. Eftir um 12 mínútur í síðari hálfleik í kvöld var forskot Vals komið niður í fjögur mörk, 20:16. Nær komst Selfoss hinsvegar ekki. Leikmenn Vals sögðu, hingað og lengra. Þær skelltu í lás í vörninni og Hafdís varði allt hvað af tók. Valur skoraði sex mörk í röð og náði 10 marka forskoti, 26:16, þegar rúmar 10 mínútur voru til leiksloka. Eftir það fékk Selfossliðið ekki rönd við reist.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.


Mörk Vals: Þórey Anna Ásgeirsdóttir 8/1, Lilja Ágústsdóttir 4, Elín Rósa Magnúsdóttir 3, Ásdís Þóra Ágústsdóttir 3, Lovísa Thompson 3, Hildigunnur Einarsdóttir 2, Sigríður Hauksdóttir 2, Sara Lind Fróðadóttir 2, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 1, Ásrún Inga Arnarsdóttir 1, Elísa Elíasdóttir 1, Hildur Björnsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 15/2, 42,9% – Silja Arngrímsdóttir Müller 1, 33,3%.
Mörk Selfoss: Sara Dröfn Ríkharðsdóttir 4, Katla María Magnúsdóttir 4, Hulda Hrönn Bragadóttir 4, Harpa Valey Gylfadóttir 4, Arna Kristín Einarsdóttir 3, Perla Ruth Albertsdóttir 2/1, Hulda Dís Þrastardóttir 1.
Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 12/1, 27,9%.

Tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -