Elín Klara Þorkelsdóttir og liðsfélagar í IK Sävehöf sitja áfram í efsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar í handknattleik eftir öruggan sigur á Skuru IK, 34:23, á heimavelli í kvöld. Svíþjóðarmeistarar Skara HF eru skammt á eftir IK Såvehof í öðru sæti eftir VästeråsIrsta HF, 30:26, í Skara í kvöld.
Elín Klara skoraði fjögur af mörkum IK Sävehof í kvöld, tvö þeirra úr vítaköstum.
Aldís Ásta Heimisdóttir og Lena Margrét Valdimarsdóttir skoruðu eitt mark hvor fyrir Skara í sigurleiknum á VästeråsIrsta HF. Aldís Ásta átti eina stoðsendingu en Lena Margrét tvær.
IK Sävehof hefur 14 stig að loknum átta leikjum í efsta sæti. Skara HF er tveimur stigum á eftir. Önnereds og Skuru komu þar á eftir með 10 stig hvort. Önnereds á leik inni.
Viðureign Höör og Kristianstad sem fram átti að fara í kvöld var frestað. Berta Rut Harðardóttir leikur með Kristianstad.




