- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigríður fetar í fótspor ömmu sinnar og nöfnu

Sigríður Hauksdóttir nýr leikmaður Vals ásamt Jóni Halldórssyni hjá Val. Mynd/Valur
- Auglýsing -

Landsliðskonan Sigríður Hauksdóttir hefur fetað í fótspor ömmu sinnar Sigríðar Sigurðardóttur og gengið til liðs við Val. Sigríður kemur til Vals frá HK hvar hún hefur verið ein burðarása liðsins. Sigríður var þar áður einnig í meistaraflokksliði Fylkis um nokkurt skeið.


Sigríður, sem stendur á þrítugu, leikur í vinstra horni. Hún skrifaði undir tveggja ára samning við bikarmeistara Vals. Hún á að baki 21 landsleik og skoraði í þeim 49 mörk. Sigríður var barnshafandi í vetur og lék ekkert með HK í Olísdeildinni. Níu vikur eru liðnar síðan hún fæddi dreng.


Skammt er á milli stórfrétta af kvennaliði Vals því morgun var sagt frá því að Lovísa Thompson hafi samið við danskt úrvalsdeildarlið.


„Ég er virkilega sáttur með að fá Sigríði til liðs við okkur. Ég hef unnið með henni í landsliðinu og veit því að við erum að fá öflugan leikmann jafnt sem frábæran liðsfélaga inn í okkar sterka hóp. Ég er sannfærður um að hún muni styrkja hópinn á komandi tímabili,“ er haft eftir Ágúst Þór Jóhannssyni þjálfara Vals í tilkynningu deildarinnar.


Sigríður er barnabarn Sigríðar Sigurðardóttur leikmanns Vals og fyrirliða íslenska landsliðsins sem var Norðurlandameistari í handknattleik 1964. Hún var kjörinn íþróttamaður ársins sama ár, fyrst kvenna og lifandi goðsögn í íslensku íþróttalífi.


Afi Sigríðar og eiginmaður Sigríðar Sigurðardóttur er Guðjón Jónsson leikmaður og þjálfari Fram um langt árabil. Ekki má gleyma móður Sigríðar Hauksdóttur, Guðríði Guðjónsdóttur, sem um árabil var fremsta handknattleikskona landsins auk þess sem eiginmaður Guðríðar og faðir Sigríðar, Haukur Þór Haraldsson, lék einnig um árabil í efstu deild hér á landi.


Guðríður lék allan sinn feril með Fram en varð síðar þjálfari meðal annars hjá meistaraflokki Vals.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -