- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigrún Ása heldur áfram með ÍR

Sigrún Ása Ásgrímsdóttir verður áfram a.m.k. tvö næstu árin með ÍR. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Línukonan Sigrún Ása Ásgrímsdóttir hefur framlengt samningi sínum við handknattleiksdeild ÍR um tvö ár. Sigrún Ása, sem er annar af fyrirliðum ÍR-liðsins sem hafnaði í 5. sæti Olísdeildar í vetur, skoraði 46 mörk í 21 leik. Auk þess að hafna í 5. sæti Olísdeildar lék ÍR í undanúrslitum Poweradebikarsins.

Sigrún lék upp yngri flokka með ÍR og má því segja að hún sé uppalin í félaginu.

„Það eru frábærar fréttir að Sigrún taki slaginn með okkur áfram enda einn allra besti línumaður deildarinnar. Hún er afar reynslumikill leikmaður og er dugleg að miðla reynslu sinni til yngri leikmanna,“ er haft eftir Sólveigu Láru Kjærnested þjálfara ÍR í tilkynningu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -