- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigur á Paragvæ eftir mikinn barning

Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna fyrir leik á HM í lok síðasta árs. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið heldur áfram leið sinni að markmiðinu, þ.e. að vinna forsetabikarinn í handknattleik á heimsmeistaramótinu. Í dag lagði liðið liðsmenn Paragvæ í fyrstu viðureign þjóðanna í sögunni, 25:19, eftir basl í Nord Arena í Frederikshavn í Danmörku. Næsti leikur í keppninni verður á mánudaginn gegn Kína og munu úrslitin ráða því hvort liðið leikur til úrslita við Chile eða Kongó um forsetabikarinn á miðvikudaginn.


Ísland var yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:9, eftir að dampurinn datt niður úr sóknarleiknum eftir ríflega stundarfjórðung í stöðunni, 11:5. Það sem eftir lifði leiksins má segja að íslenska liðið hafi aldrei náð sér verulega á strik í sókninini.

Varnarleikurinn var góður en upp úr stóð stórleikur Hafdísar Renötudóttur markvarðar. Hún var sá leikmaður sem skildi liðin að. Hafdís varði 14 skot, 42,4% og vonandi stuða ég ekki lesendur með því að segja að Hafdís hafi átt stórleik. Ef svo er verður að hafa það, svona einu sinni enn.

Um miðjan síðari hálfleik var forskot íslenska liðsins komið niður í tvö mörk,17:15, þegar Paragvæ gat minnkað muninn í eitt mark. Það lánaðist Paragvæingum ekki. Arnar tók leikhlé í kjölfarið og barði í bresti sem nægði til að vinna öruggan sigur þegar upp var staðið.

Ljóst er að gaumgæfilega verður farið yfir leikinn í herbúðum íslenska liðsins fyrir viðureignina við Kína, ekki síst sóknarleikinn sem lengi vel var ekki viðunandi með alltof mörgum einföldum mistökum sem leiddu til tapaðra bolta. Betri lið en Paragvæ hefðu vafalaust nýtt tækifærið betur en raun varð á.

HM kvenna ´23: Forsetabikar: leikir, úrslit, staðan

Mörk Íslands: Perla Ruth Albertsdóttir 7, Sandra Erlingsdóttir 5, Elísa Elíasdóttir 3, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 2, Thea Imani Sturludóttir 2, Þórey Rósa Stefánsdóttir 2, Díana Dögg Magnúsdóttir 2, Sunna Jónsdóttir 1, Elín Rósa Magnúsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 14, 42,4%.

HM kvenna ´23: Forsetabikar: leikir, úrslit, staðan

Handbolti.is er í Nord Arena og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -