- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigur er alltaf sigur en úff, þetta var mjög ljótt

Sandra Erlingsdóttir. Mynd/IHF
- Auglýsing -

„Sigur er alltaf sigur en úff, þetta var mjög ljótt í dag,“ sagði Sandra Erlingsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is í kvöld eftir að íslenska landsliðið vann Paragvæ í annarri umferð keppninnar um forsetabikarinn á heimsmeistaramóti kvenna í handknattleik í Nord Arena í Frederikshavn í Danmörku, 25:19.

Vorum alltaf við stjórn

„Mér fannst við vera með leikinn í höndum okkar allan tímann en þetta var algjört basl lengst af. Þetta var afar torsóttur sigur, mjög erfitt og við frekar tens. Ég átta mig bara ekki alveg á þessu,“ sagði Sandra.

Eftir góðar upphafsmínútur var staðan 11:5 upp úr miðjum fyrri hálfleik. Lífið virtist leika við íslenska liðið þegar sóknarleikurinn fór í baklás. Sandra sagðist ekki hafa skýringu á því hvað gerðist.

Margt þarf að bæta

„Við náðum okkur bara aldrei almennilega á strik eftir þetta. Við verðum að skoða það betur hvort við getum ekki keyrt meira á andstæðinginn og á markvissari hátt en við gerðum að þessu sinni. Við fengum fín fyrsta tempó mörk en annað tempóið var ekki eins gott. Ég hefði viljað fá fleiri mörk eftir annað tempóið. Víst er að margt þarf að bæta,“ sagði Sandar sem fékk oft á sig dæmd skref.

Mjög ósanngjarnt

„Ég skil þetta bara ekki. Mér finnst alltaf verið að dæma á mig skref. Mér finnst þetta hafa verið frekar ósanngjarnt,“ sagði Sandra Erlingsdóttir í samtali við handbolta.is eftir sigurinn á Paragvæ í kvöld.

Sigur á Paragvæ eftir mikinn barning

Er fyrst og fremst glöð með að hafa unnið leikinn

HM kvenna ´23: Forsetabikar: leikir, úrslit, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -