- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigur í Barcelona nægði Pick Szeged ekki

Janus Daði Smárason leikmaður Pick Szeged sækir að vörn Barcelona í fyrri viðureign liðanna. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -


Þrátt fyrir eins marks sigur í Barcelona í kvöld, 30:29, þá eru Janus Daði Smárason og liðsfélagar í ungverska liðinu Pick Szeged úr leik í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í handknattleik. Barcelona vann fyrri viðureignina í Szeged fyrir viku með þriggja marka mun, 27:24.

Evrópumeistarar Barcelona eru þar með komnir í undanúrslitahelgi Meistaradeildarinnar sem fram fer í Köln 14. og 15. júní ásamt SC Magdeburg, Nantes og Füchse Berlin.


Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk og gaf fimm stoðsendingar. Sebastian Frimmel var markahæstur með 10 mörk og Mario Sostaric var næstur með átta mörk.
Dika Mem skoraði sex mörk fyrir Barcelona. Domen Makuc var næstur með fimm mörk.

Barcelona hafði tveggja marka forskot þegar fyrri hálfleikur var að baki, 16:14. Snemma í síðari hálfleik var munurinn orðinn fjögur mörk. Gleb Kalarash kom Szeged yfir í fyrsta sinn, 24:23 þegar 17 mínútur voru til leiksloka. Eftir það var ungverska liðið með yfirhöndina en því tókst aldrei að ná meira en tveggja marka forskoti.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -