Arnar Birkir Hálfdánsson og samherjar í Amo HK unnu fyrsta umspilsleikinn við Vinslövs HK um sæti í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld, 37:34. Framlengja varð leikinn til þess að knýja fram hreinar línur vegna þess að staðan var jöfn, 32:32, að loknum hefðbundnum 60 mínútna leik. Jafntefli eru ekki samþykkt í umspilinu.
Næsta viðureign liðanna verður á heimavelli Amo HK á sunnudaginn. Vinna þarf þrjá leiki til þess að eiga sæti víst í sænsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð.
Arnar Birkir innsiglaði sigur Amo í kvöld með 37. markinu. Alls skoraði hann sex mörk og var næst markahæstur. Mathias Mark Pedersen héldu engu bönd og skoraði 12 mörk.
Vinslövs HK lék í Allsvenskan, næst efstu deild, í vetur en Amo HK varð í 12. sæti af 14 liðum í úrvalsdeildinni.
Úrslitakeppnin er hafin
Keppni hófst í átta liða úrslitum úrvalsdeildar karla í kvöld. Malmö vann Helsingborg, 30:25, og deildarmeistarar Ystatds IF lagði Hallby, 40:30.