- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigur í þriðja hverjum leik gegn Frökkum á HM

Gísli Þorgeir Kristjánsson verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu gegn Frökkum á HM í dag. Faðir hans, Kristján Arason, lék einn leik gegn Frökkum á heimsmeistaramóti, á HM 1990. Kristján skoraði sjö mörk í leiknum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Landslið Íslands og Frakklands mætast í tíunda sinn á heimsmeistaramóti síðar í dag þegar þau eigast við í Dr. Hassan Moustafa-íþróttahöllinni í 6. október hverfinu í Kaíró. Þar af verður þetta á sjötta heimsmeistaramótinu í röð sem lið þjóðanna mætast. Frakkar hafa unnið fimm af leikjunum níu sem eru að baki, þrisvar hefur íslenska landsliðið haft betur. Einu sinni hefur orðið jafntefli, 26:26, í besta leik íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Doha í Katar fyrir sex árum.


Þrír leikmenn í íslenska landsliðshópnum á HM 2021 tóku þátt í leiknum í Doha fyrir sex árum, Björgvin Páll Gústavsson, Kári Kristján Kristjánsson og Arnór Þór Gunnarsson. Sá síðastnefndi er í ekki í sextán manna hópnum í leiknum í Dr. Hassan Moustafa-íþróttahöllinni í dag.


Minnistæðasti leikurinn, alltént fyrir Íslendinga, er viðureignin á HM 2007 í Magdeburg. Á þeim tíma var íslenska landsliðið komið með bakið upp að veggnum kalda. Sigur í leiknum var eina leiðin til þess að komast hjá því að fara í Forsetabikarinn, keppni neðstu liðanna, sem þarna var keppt um í fyrsta sinn. Íslenska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, fór á kostum frá fyrstu mínútu. Segja má að það hafi leikið sér að franska liðinu sem var einstaklega vel mannað á þessum tíma. Ólafur Stefánsson var markahæstur með sex mörk, Guðjón Valur Sigurðsson og Logi Geirsson skoruðu fimm sinnum hvor.

Hér fyrir neðan er yfirlit um yfir leikina níu á milli Íslands og Frakklands á HM allt frá fyrsta leiknum 1961.

2019 – Ísland – Frakkland 22:31
2017 – Ísland – Frakkland 25:31
2015 – Ísland – Frakkland 26:26
2013 – Ísland – Frakkland 28:30
2011 – Ísland – Frakkland 28:34
2007 – Ísland – Frakkland 32:24
1990 – Ísland – Frakkland 23:29
1970 – Ísland – Frakkland 19:17
1961 – Ísland – Frakkland 20:13

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -