- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigurður kemur heim með bronsverðlaun frá Varna

Sigurður Jefferson Guarino í dauðafæri í einum af leikjum sínum með bandaríska landsliðinu á þróunarmóti IHF í Búlgaríua. Ljósmynd/IHF
- Auglýsing -


Sigurður Jefferson Guarino línumaður HK og félagar í bandaríska landsliðinu hrepptu þriðja sæti á þróunarmóti Alþjóða handknattleikssambandsins sem lauk í strandbænum Varna í Búlgaríu í gær. Bandaríska landsliðið vann landslið Nígeríu í úrslitaleik um bronsverðlaunin, 31:28, eftir að hafa verið 19:14 yfir að loknum fyrri hálfleik.


Sigurður lék í nærri 17 mínútur í leiknum í gær og skoraði eitt mark. Alls skoraði hann 13 mörk í fimm leikjum mótsins. Þetta voru fyrstu landsleikir Sigurðar fyrir Bandaríkin.

Breska landsliðið stóð uppi sem sigurvegari á mótinu með sigri á búlgarska landsliðinu, 29:25, í úrslitaleik.

Paragvæ hreppti fimmta sæti með því að leggja Kýpur, 37:28 og Moldóva lagði Aserbaísjan í viðureign um 7. sætið.

Hér fyrir neðan er myndskeið af sigurgleði breska landsliðsins.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -