- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigurgangan heldur áfram – Alexander og félagar efstir

Alexander Petersson hefur ákveðið að láta gott heita sem atvinnumaður í handknattleik. Mynd/Ívar
- Auglýsing -

Magdeburg tapaði sínum fyrsta leik í þýsku 1. deildinni í handknattleik síðan í nóvember er liðið tók á móti Flensburg á heimavelli í dag í toppslag deildarinnar. Gestirnir frá Flensborg voru sterkari á lokakafla leiksins og unnu með þriggja marka mun, 32:29, og tókst þar með að endurheimta efsta sæti deildarinnar sem leikmenn Kiel hafa setið í frá því að þeir unnu Stuttgart í gærkvöld.


Ómar Ingi Magnússon var markahæstur hjá Magdeburg með sjö mörk, þar af þrjú úr vítaköstum. Einnig átti hann þrjár stoðsendingar. Gísli Þorgeir Kristjánsson er því miður frá keppni vegna meiðsla.


Alexander Petersson skoraði tvö af mörkum Flensburg-liðsins. Þess má geta að Flensburg hefur ekki tapaði leik í deildinni síðan í október.


Með tapinu eru vonir Magdeburg um meistaratitilinn orðnar harla fjarlægar.
Magdeburg var sterkara framan af leiknum en Flensburg komst yfir rétt fyrir lok hálfleiksins og var marki yfir að honum loknum, 18:17. Ómar Ingi jafnaði metin, 25:25, úr vítakasti þegar 13 mínútur voru eftir af leiktímanum. Eftir þetta tóku leikmenn Flensburg með Jim Gottfridsson fremstan í flokki öll völd á leikvellinum. Um tíma náðu þeir fjögurra marka forskoti, 31:27.


Staðan í þýsku 1. deildinni:
Flensburg 36(20), THW Kiel 35(20), Magdeburg 34(23), Rhein-Neckar Löwen 34(23), Göppingen 29(21), Bergischer HC 27(22), F.Berlin 27(22), Melsungen 23(20), Leipzig 23(23), Lemgo 22(21), Wetzlar 22(22), Erlangen 22(23), Stuttgart 21(24), Hannover-Burgdorf 18(22), GWD Minden 16(24), Balingen-Weilstetten 15(23), Nordhorn 12(23), Essen 11(23), Ludwigshafen 11(23), Coburg 8(24).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -