- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigurgleði hjá landsliðskonunum í Þýskalandi

Díana Dögg Magnúsdóttir landsliðskona í handknattleik og fyrirliði BSV Sachsen Zwickau. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Landsliðskonurnar Díana Dögg Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir höfðu ástæðu til þess að gleðjast í kvöld enda báðar í sigurliðum í leikjum 12. umferðar þýsku 1. deildarinnar. Sandra og samherjar unnu stórsigur á VfL Waiblingen, 38:24, á heimavelli eftir að hafa verið átta mörkum yfir í hálfleik, 20:12.


Sandra skoraði þrjú mörk og stjórnaði leik Metzingen af röggsemi eins og henni er von og vísa. Einnig átti Sandra eina stoðsendingu. Þetta var sjötti sigur Metzingen í síðustu sjö leikjum.

Sandra Erlingsdóttir landsliðskona í handknattleik og leikmaður TuS Metzingen. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Annar sigurinn í röð

Díana Dögg og samherjar í BSV Sachsen Zwickau unnu annan leikinn í röð þegar leikmenn Sport-Union Neckarsulm komu í heimsókn, 31:24. Zwickau var marki yfir í hálfleik, 14:13.

Sigurinn var ennþá mikilvægari vegna þess að aðeins munaði einu stigi á liðunum í 12. og 13. sæti deildarinnar af 14 liðum. Nú er munurinn kominn í þrjú stig auk þess sem BSV Sachsen Zwickau er komið vel upp fyrir falllínuna og er stutt á eftir hópi liða eins og sést í stöðunni hér fyrir neðan.


Díana Dögg skoraði tvö mörk, átti fimm stoðsendingar, vann tvö vítaköst og tók eitt frákast og vann andstæðing einu sinni af leikvelli. „Ég hef oft leikið betur og var til dæmis að hitta illa í leiknum,“ sagði Díana Dögg í svari við skilaboðum handbolta.is í kvöld. „Sem betur fer unnum við. Markvarslan var með betra móti hjá okkur að þessu sinni,“ sagði Díana Dögg Magnúsdóttir.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -