- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigurgleðin varð Aftureldingu ekki fjötur um fót

Einar Ingi Hrafnsson er nýr framkvæmdastjóri Aftureldingar. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Sigurgleðin eftir bikarúrslitaleikinn á laugardagskvöld sat ekki lengi í leikmönnum Aftureldingar. Þeir fóru norður á Akureyri í dag og unnu KA-menn örugglega í 19. umferð Olísdeildar karla í handknattleik, 34:28, eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 18:15.

Staðan í Olísdeild karla.


Afturelding er þar með í fjórða sæti deildarinnar með 23 stig eftir 19 leiki. KA-menn eru hinsvegar áfram í basli í neðri hlutanum með stigin sín 11, þremur á undan ÍR sem er næst neðst og fjórum á eftir Gróttu sem vann Hauka á ævintýralegan hátt í kvöld eins og sagt er frá í annarri grein á handbolti.is.


Leikurinn í KA-heimilinu í kvöld var aðeins jafn fyrsta stundarfjórðunginn. Eftir það stakk Afturelding sér framúr og var tveimur til þremur mörkum yfir fram að hálfleik.

Jovan Kukobat markvörður Aftureldingar á vaktinni í KA-heimilinu í kvöld. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Kukobat fór á kostum

Síðustu 20 mínútur leiksins var Afturelding með öll ráð í hendi sér gegn KA. Jovan Kukobat markvörður Aftureldingar kunni vel við sig á gamla heimavellinum. Hann varði allt hvað af tók, alls 12 skot, 50% markvarsla. Mosfellingar héldu KA-mönnum í stálgreipum til leiksloka og unnu sannfærandi og öruggan sigur.


Mörk KA: Einar Rafn Eiðsson 11/3, Dagur Gautason 9, Gauti Gunnarsson 2, Einar Birgir Stefánsson 2, Dagur Árni Heimisson 2, Skarphéðinn Ívar Einarsson 1, Ólafur Gústafsson 1.
Varin skot: Bruno Bernat 11, 31%.

Mörk Aftureldingar: Árni Bragi Eyjólfsson 8/1, Birkir Benediktsson 7, Þorsteinn Leó Gunnarsson 5, Blær Hinriksson 5, Ihor Kopyshynskyi 4, Einar Ingi Hrafnsson 3, Haraldur Björn Hjörleifsson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 12, 50% – Brynjar Vignir Stefánsson 6, 27%.

Staðan í Olísdeild karla.

Handbolti.is fylgdist með leikjum í kvöldsins á leikjavakt.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -