- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigurinn var okkur lífs nauðsynlegur

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðþjálfari fylgist með leiknum í kvöld. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Fyrst og fremst er ég ánægður með sigurinn. Hann var okkur lífsnauðsynlegur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik karla eftir sigurinn nauma á Svartfellingum, 31:30, í annari umferð Evrópumótsins í handknattleik í Ólympíuhöllinni í München í kvöld.

„Vissulega er eitt og annað sem betur mátti fara hjá okkur en engu að síður voru batamerki á sóknarleiknum. Varnarleikurinn var kaflaskiptur, ekki síst eftir að við fórum að rúlla á liðinu,“ sagði Snorri Steinn og bætti við að hann væri vonsvikinn yfir að ítrekað tókst liðinu ekki að halda forskoti sem unnist hafði upp.

„Í þeirri stöðu erum við hvað eftir annað ekki nógu góðir. Alltof mikið óðagot gerir vart við sig. Það er nokkuð sem við eigum að gera betur í,“ sagði Snorri Steinn ennfremur.

„Það segir sig sjálft að okkur er ekki réttur sigur á Evrópumóti í handbolta. Þess vegna verðum við að vera klókari og betri þegar við erum að ná yfirhönd í leiknum.

Til viðbótar klúðrum við alltof mörgum dauðafærum, náum ekki fráköstum. Það er margt sem við getum lagað,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari í handknattleik.

Lengra hljóðritað viðtal við Snorra Stein er að finna hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -