- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigurjón og Elna flytja til Þrándheims – spennandi ævintýri framundan

Sigurjón Guðmundsson hefur samið við Kolstad. Mynd/Eyjólfur Garðarsson
- Auglýsing -

Sigurjón Guðmundsson markvörður úr HK hefur samið við norska meistaraliðið Kolstad Håndbold og heldur út til Þrándheims á næstu dögum ásamt konu sinni, Elnu Ólöfu Guðjónsdóttur. Sammingur Sigurjóns er til eins árs ár.

„Ég verði þriðji markvörður Kolstad og aðalmarkvörður venslaliðsins Charlottenlund. Ég mun æfa með báðum liðum og vera til taks ef þörf verður á hjá Kolstad,“ sagði Sigurjón í samtali við handbolta.is í morgun. Allir endar hafa verið hnýttir í samkomulagi Sigurjóns við norska félagið. Hann segist aðeins eiga eftir að komast í vinnu ytra en hann verður að vinna hluta úr degi. „Ég er viss um að atvinnumálin reddast fyrr en síðar,“ sagði Sigurjón bjartsýnn og spenntur fyrir að breyta til.

Fjórði Íslendingurinn

Hann verður fjórði Íslendingurinn í herbúðum félagsins en fyrir eru Benedikt Gunnar Óskarsson og Sveinn Jóhannsson sem komu til Kolstad í sumar og Sigvaldi Björn Guðjónsson landsliðsmaður. Sigvaldi Björn hefur verið leikmaður Kolstad í tvö ár er auk þess að vera fyrirliði samningsbundinn til 2030. Sigvaldi Björn er mágur Sigurjóns.

Kolstad hefur orðið norskur meistari og bikarmeistari tvö undanfarin ár.

Nýjar áskoranir

„Það hefur lengi blundað í okkur Elnu að breyta til að takast á við eitthvað nýtt. Þetta er spennandi ævintýri sem bíður okkar með nýjum áskorunum. Fínt tækifæri sem vonandi gengur vel. Ef ekki þá kemur maður bara heim aftur. Markmiðið er hinsvegar að sýna sig og sanna og ná að vinna sér sæti í liði Kolstad,“ sagði Sigurjón sem er 27 ára gamall og hefur leikið með HK allan sinn feril. Þess má til fróðleiks geta að faðir Sigurjóns er Guðmundur Hrafnkelsson fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handknattleik og leikreyndasti landsliðsmaður Íslands.

Elna Ólöf Guðjónsdóttir, í leik með HK áður en hún gekk til liðs við Fram. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Gengur beint inn í vinnu

Óvíst er ennþá hvort Elna Ólöf, sem lék með Fram á síðasta tímabili, leiki með félagsliði ytra. Sigurjón segir hana líta í kringum sig.

„Elna er hjúkrunarfræðingur og gengur beint inn í vinnu í Þrándheimi. Svo verður að koma í ljós hvort hún kemst að hjá liði ytra,“ sagði Sigurjón Guðmundsson markvörður í samtali við handbolta.is.

Karlar – helstu félagaskipti 2024

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -