- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigursteinn þjálfari FH: Búum okkur undir hörkuleik í Kaplakrika

FH-ingar unnu góðan sigur í Presov í kvöld.. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

„Við erum bara að búa okkur undir hörkuleiki við belgíska liðið. Markmið okkar er byrja á afgerandi hátt á heimavelli á laugardaginn,“ sagði Sigursteinn Arndal þjálfari karlaliðs FH sem mætir Sezoens Achilles Bocholt frá Belgíu í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik í Kaplakrika á morgun laugardag.

Flautað verður til leiks klukkan 16. Eins og áður treysta FH-ingar á að fólk fjölmenni á leikinn í Kaplakrika og styðji þar með við bakið á liðinu á allan hátt.


„Þetta lið vann litáísku meistarana, HC Dragunas Klaipeda, á sannfærandi hátt í síðustu umferð svo það er ljóst að um alvörulið er að ræða. Á því leikur enginn vafi,“ sagð Sigursteinn í samtali við handbolta.is.

Eru í mikill sókn

Belgar hafa sótt mikið í sig veðrið í handknattleiknum á síðustu árum og voru til að mynda í fyrsta sinn með á HM í upphafi þessa árs. Sigursteinn segir Bocholt-liðið leika í sameiginlegri deildarkeppni Belga og Hollendinga.

Búum okkur undir hraðan leik

„Flestir leikmenn Sezoens Achilles Bocholt eru annað hvort Belgar eða Hollendingar en einnig er Serbi í liðinu. Þetta er léttleikandi lið sem vill leika hratt. Við erum búnir undir að það geti orðið læti í jákvæðri merkingu þess orðs, það er að mikill hraði verðu í leiknum og að hann verði góð skemmtun fyrir áhorfendur,“ sagði Sigursteinn sem fer með sína sveit til Belgíu eftir viku til síðari leiksins.

Stuðningurinn mjög mikilvægur

„Það er er okkur mikilvægt að gera góðan viðburð úr leiknum á laugardaginn því við þurfum á áhorfendum að halda til að styðja við bakið á okkur, bæði til að hvetja okkur til dáða og eins fjárhagslega því strákarnir fjármagna þátttökuna. Þar af leiðandi skiptir hver króna okkur miklu máli. Það er ekki sjálfgefið að taka þátt í Evrópukeppni. Þátttökunni fylgir kostnaður sem fellur á leikmenn. Við þurfum að fá stuðning FH-inga og alls handboltaáhugafólks til þess að geta staðið í svona verkefni,“ sagði Sigursteinn Arndal.

Á leið sinni í 32 liða úrslit hefur FH lagt að velli félagslið frá Grikklandi og Serbíu.

Síðast gegn Belgum 2019

Ekki eru nema fjögur ár síðan FH mætti síðast félagsliði frá Belgíu í Evrópukeppni. Í september 2019 vann FH liðsmenn HC Visé BM, 29:21, í Kaplakrika eftir jafntefli úti í Belgíu, 27:27.

Hér fyrir neðan er stutt samantekt um belgíska liðið. Greinin varð fyrst birt á handbolti.is eftir að dregið var í 32-liða úrslit Evrópubikarkeppninnar í síðasta mánuði.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -