- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigvaldi Björn er orðaður við þýsku meistarana

Sigvaldi Björn Guðjónsson landsliðsmaður og fyrirliði norska meistaraliðsins Kolstad. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Sigvaldi Björn Guðjónsson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður norska meistaraliðsins Kolstad er í kvöld orðaður við skipti yfir til þýska meistaraliðsins THW Kiel. Talað er um að þýska félagið vilji fá Sigvalda Björn til sín sem fyrst. Håndballrykter segir frá þessu í kvöld á X, áður Twitter.


Fram kemur að viðræður standi yfir um skiptin og vilji sé til þess af hálfu Kiel að Sigvaldi Björn komi til félagsins sem fyrst, ef handbolti.is leggur réttan skilning í það sem stendur í færslunni.

Bjørnsen orðaður við Kolstad

Ennfremur kemur fram á X að Kolstad hafi borið víurnar í norska landsliðsmanninn Kristian Bjørnsen sem leikur í hægra horni í sókn, eins og Sigvaldi Björn. Bjørnsen er samningsbundin Aalborg Håndbold. Svo skemmtilega vill til að Sigvaldi Björn og Bjørnsen eru með sama umboðsmanninn, Arnar Theodórsson.

Lítt áberandi í síðustu leikjum

Sigvaldi Björn hefur lítið leikið með Kolstad í síðustu tveimur leikjum. Hann kom ekki mikið við sögu og skoraði ekki mark þegar Kolstad mætti Kielce í Meistaradeild Evrópu á fimmtudaginn. Í dag skoraði Sigvaldi Björn tvö mörk úr vítaköstum í sex marka tapi Kolstad fyrir Runar í Sanderfjord, 36:30.

Samningur Sigvalda Björns við Kolstad rennur út næsta sumar. Eins og eflaust einhverjum er í fersku minni var Kolstad talsvert í umræðunni í sumar eftir uppvíst var að fjárhagur félagsins væri ekki jafn traustur og vonir stóðu til um. M.a. notaði Janus Daði Smárason tækifærið og tók saman föggur sínar og flutti til Magdeburg í Þýskalandi.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -