Sigvaldi Björn Guðjónsson og samherjar í pólska meistaraliðinu Vive Kielce hófu leik aftur í dag í pólsku úrvalsdeildinni eftir hlé vegna landsleikjavikunnar. Þeir tóku á móti Tarnov og unnu örugglega á heimavelli, 37:26.
Leikmenn Kielce voru lengi í gang eftir hléið og náðu ekki að sýna sínar allra bestu hliðar í fyrri hálfleik. En nóg til þess að hafa þrigga marka forskot með inn í hálfleikshléið, 15:12. Í seinni hálfleik sýndu meistararnir hvers þeir eru megnugir.
Sigvaldi Björn skoraði eitt mark að þessu sinni í þremur skotum. Hann lék annan hálfleikinn að vanda.
Kielce er lang efst í deildinni með fullt hús stiga, 21, eftir sjö leiki. Pulawy er í öðru sæti með 12 stig að loknum fjórum leikjum. Leikjadagskráin er öll komin úr skorðum í Póllandi vegna kórónuveirunnar sem hefur farið sem eldur í sínu þar í landi eins og víða annarstaðar.