- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigvaldi og Dagur unnu – Róbert tapaði

Sigvaldi Björn Guðjónsson landsliðsmaður og leikmaður Kolstad. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar í norska meistaraliðinu Kolstad unnu í gær sinn 23. leik í deildinni af 25 mögulegum. Kolstad lagði þá góðkunningja Aftureldingar, Nærbø, 36:28, í Kolstad Arena. Sigvaldi Björn skoraði tvö mörk en nokkrir af helstu kempum liðsins létu lítið fyrir sér fara. Meðal þeirra var Sander Sagosen sem lét eitt mark nægja en átti að vísu fjórar stoðsendingar.


Torbjørn Sittrup Bergerud markvörður stóð á milli stanganna talsverðan hluta leiksins og var með 41% hlutfallsmarkvörslu.
Kolstad hefur fyrir löngu síðan unnið deildina enda yfirburðir liðsins talsverðir. Sigurleikirnir eru 23, eitt jafntefli og eitt tap, snemma á keppnistímabilinu. Elverum er sex stigum á eftir þegar tvær umferðir eru eftir.

Dagur næst markahæstur

Dagur Gautason heldur áfram að gera það gott með ØIF Arendal. Hann var næst markahæsti leikmaður liðsins með níu mörk, ekkert þeirra úr vítaköstum, í öruggum sigri á Haslum HK, 37:32, í Sør Amfi í Arendal í gær. Eins og kom fram á handbolta.is í gærmorgun var Dagur valinn í lið mánaðarins í fjórða sinn að loknum leikjunum í mars.

Arendal situr í þriðja sæti úrvalsdeildarinnar með 38 stig og ljóst að sú verður niðurstaðan hvernig sem gengur í síðustu umferðinni.

Fjögurra marka tap

Róbert Sigurðarson og liðsmenn Drammen féllu niður um eitt sæti eftir að þeir töpuðu fyrir Runar í Runarhallen í gær, 35:31. Runar-menn kræktu í fjórða sæti en þeir hafa 33 stig eins og lið Drammen.

Róbert Sigurðarson fór mikinn í varnarleik Drammen og var m.a. tvisvar sinnum vikið af leikvelli. Hinn hálf íslenski, Viktor Petersen Norberg, skoraði níu mörk fyrir Drammen-liðið.

Síðasta umferð norsku úrvalsdeildarinnar í karlaflokki fer fram á miðvikudaginn 10. apríl.

Staðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -