- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigvaldi og félagar töpuðu aðeins þremur stigum

Sigvaldi Björn Guðjónsson í leik með Kolstad. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði fjögur mörk þegar Kolstad vann Haslum, 40:33, þegar 26. og síðasta umferð norsku úrvalsdeildarinnar fór fram í gær. Leikurinn fór fram í Nadderud Arena heimavelli Haslum. Kolstad hafði fyrir nokkru síðan unnið deildina. Þegar upp var staðið var Kolstad með 49 stig af 52 mögulegum.

Dagur fékk bronsið

ØIF Arendal með Dag Gautason innanborðs vann liðsmenn Fjellhammer örugglega í Fjellhammer Arena, 32:27, í lokaumferðinnni. Dagur skoraði tvö mörk í leiknum. Árni Bergur Sigurbjörnsson var einnig í leikmannahópi Arendal-liðsins en skoraði ekki mark. ØIF Arendal hafnaði í þriðja sæti með 40 stig í leikjunum 26, þremur stigum á eftir Elverum sem hreppti annað sæti.

Tap á síðustu sekúndu

Drammen endaði í fimmta sæti eftir tap fyrir Kristiansand á heimavelli, 29:28. Leikmenn Kristiansand skoruðu sigurmarkið úr vítakasti 11 sekúndum fyrir leikslok.

Róbert Sigurðarson skoraði ekki mark fyrir Drammen en lét til sína taka í vörninni. Viktor Petersen Norberg skoraði fjögur mörk. Drammen fékk 33 stig eins og Runar sem varð í fjórða sæti.

Satchwell féll

Fjellhammer og Kristiansand verða að fara í umspil um áframhaldandi veru í deildinni. Nikolas Satchwell, fyrrverandi markvörður KA, og samherjar hans í Bergen-liðinu Viking TIF falla úr deildinni. Þeir fengu einungis fimm stig í 26 viðureignum.

Næst á dagskrá í norska handknattleiknum er úrslitakeppni átta efstu liða auk umspils um áframhald veru í deildinni.

Í átta liða úrslitum mætast:
Kolstad - Halden.
Elverum - Bergen.
ØIF Arendal - Nærbø.
Runar - Drammen.

Lokastaðan:

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -