- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sigvaldi og Kielce eru efstir

Igor Karacic að skora eitt af 13 mörkum sínum fyrir Kielce gegn PSG í kvöld án þess að Mikkel Hansen fái rönd við reist. Hansen skoraði 10 mörk í leiknum. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Pólska meistaraliðið Vive Kielce, sem Sigvaldi Björn Guðjónsson leikur með, er á toppi A-riðils Meistaradeildar Evrópu eftir tveggja marka sigur á stórliði PSG, 35:33, í fimmtu umferð riðlakeppninnar í kvöld en leikið var í Kielce. Í hörku leik var staðan jöfn í hálfleik, 18:18.

Sigvaldi Björn kom lítið við sögu í leiknum og náði ekki að skora, átti reyndar ekki skot að marki PSG eftir því sem næst verður komist. Igor Karacic fór hamförum og skoraði 13 mörk fyrir Kielce í 15 skotum. Alex Dujshebaev var næstur með sjö mörk. Daninn Mikkel Hansen var einnig í stuði. Hann skoraði tíu sinnum fyrir frönsku meistarana. Kamil Syprzak var næstur með sex mörk. Sem kunnugt er þá var PSG án Nikola Karabatic. Hann sleit fremra krossband í hægra hné um síðustu helgi og verður frá keppni af þeim sökum næstu mánuði.

Hörkuleikur í Flensborg

Norsku meistararnir í Elverum veittu Flensburg hörkukeppni í miklum markaleik í Flensborg, lokatölur 37:35, eftir að það munaði fjórum mörkum á liðunum í hálfleik, 18:14. Flensburg hefur þar með átta stig í A-riðli eins og Kielce.

Göran Johannessen skoraði átta mörk fyrir Flensburg, Magnus Röd 7, og Franz Semper sex. Thomas Solstad skoraði sjö sinnum fyrir Elverum, Tobias Gröndal fimm, Endre Langaas fjögur og Luc Abalo þrjú.

Erfitt áfram hjá Szeged

Meskvov Brest vann ungverska liðið Pick Szeged, 26:24, í Brest í Hvíta-Rússlandi eftir að hafa verið marki undir í hálfleik, 12:11. Ungverska liðið er ekki eins sterkt og það hefur oft verið. Væntanlega spilar þar inn í að kórónuveiran stakk sér niður í herbúðir liðsins snemma í september og setti strik í reikninginn. Af þeim völdum varð m.a. að fresta tveimur leikjum liðsins í Meistaradeildinni auk leikja heimafyrir og í Austur-Evrópudeildinni, SHEA-league.


Mario Sstaric skoraði 9 mörk fyrir Szeged, Spánverjinn Hoan Canellas og Richard Bodo fjögur mörk hvor. Sem fyrr var Stefán Rafn Sigurmannsson fjarri góðu gamni vegna meiðsla en hann hefur ekkert getað leikið með liðinu fram til þessa á keppnistímabilini.
Jaka Malus skoraði sjö mörk fyrir Brest og Stas Skube sex.

Victor Iturriza leikmaður Porto lætur skot ríða af í leiknum við Vardar í Skopje. Mynd/EPA

Porto krækti í gott stig í heimsókn sinni til Vardar í Skopje í Norður-Makedóníu þar sem Areia Rodrigues skoraði jöfnunarmarkið fyrir Porto um mínútu fyrir leikslok. Sveiflur voru í leiknum og skiptust liðin á að vera með allt að tveggja marka forskot. Eins og fyrri daginn þá fara menn ekki oft með bæði stigin úr heimsókn til Skopje og í kvöld þá voru leikmenn Porto sennilega ánægðir með að hafa eitt með í farteskinu heim.


Króatinn Ivan Cupic skoraði sjö af mörkum Vardar. Marko Vujin skoraði sex og rússneski hornamaðurinn Timur Dibirov þrjú. Victor Alvarez var markahæstur hjá Porto með sjö mörk. Fabio Magalhaes og Antonio Rodrigues skoruðu fimm mörk hvor.

Borko Ristovski átti afar góðan leik í marki Vardar og var með 41%hlutfallsmarkvörslu.


Staðan í A-riðli, leikjafjöldi er innan sviga:
Kielce 8(5), Flensburg 8(5), Meshkov Brest 6(5), Porto 5(5), Vardar 3(3), Elverum 2(4), Szeged 0(3).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -