- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Silfurþjálfarinn þykir valtur í sessi

Rússneska landsliðið fagnar silfurverðlaununum í Tókýó á sunnudaginn. Alexey Alekseev þjálfari er annar tf.v. í efri röð. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Alexey Alekseev þjálfari rússneska kvennalandsliðsins í handknattleik kvenna þykir valtur í sessi þrátt fyrir að hafa stýrt rússneska landsliðinu alla leið í úrslitaleikinn í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Tókýó.

Leikmenn hafa ekki lýst yfir stuðningi við Alekseev og forseti rússneska handknattleikssambandsins segir að það sé stjórnar sambandsins að ákveða framtíð Alekseev með landsliðið. Margir Rússar eru vonsviknir yfir að ekki tókst að verja Ólympíumeistaratitilinn sem liðið vann í Ríó fyrir fimm árum.


Mörgum þótti skjóta skökku við að hinn litríki Evgeni Trefilov sem þjálfaði rússneska landsliðið um langt árabil var gestur forseta rússneska handknattleikssambandsins á Ólympíuleikunum í Tókýó en fátt var um gesti á leikunum vegna kórónuveirufaraldsins. Tefilov hafði sig á stundum nokkuð í frammi á áhorfendapöllunum meðan á leikjum rússneska liðsins stóð. Hrópaði hann til leikmanna og virtist ekki alltaf ánægður með framvindu leikjanna.


Trefilov hætti þjálfun landsliðsins fyrir þremur árum eftir að hafa fengið enn eitt hjartaáfallið. Hann er hinsvegar sérstakur vildarvinur Sergey Shishkarev forseta rússneska handknattleikssambandsins, eins af stöndugri manna Rússlands og fyrrverandi þingmanns.


Ekki er langt síðan Alekseev var ráðinn landsliðsþjálfari. Hann tók við starfinu fyrir lokaleik Rússa á EM í Danmörku í desember í framhaldi af því að Ambros Martin var gert að axla sín skinn áður en mótið var úti.


Alekseev verður ekki alveg án vinnu komi til þess að hann verði látinn hætta þjálfun landsliðsins því hann er einnig þjálfari Handball Club Lada í Oblast.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -