- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sirkusmark Elliða Snæs í kjöri sem mark mánaðarins – myndskeið

Elliði Snær Viðarsson leikmaður Gummersbach. Mynd/Nastasja Kleinjung / VfL Gummersbach
- Auglýsing -

Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson á eitt af mörkum nóvembermánaðar í þýsku deildarkeppninni í handknattleik. Þess dagana er hægt að kjósa á milli sex fallegra marka sem leikmenn, karlar og konur, skoruðu í deildakeppninni í nýliðnum mánuði.

Sirkusmark sem Elliði Snær skoraði fyrir Gummersbach gegn HSV Hamburg á heimavelli 15. nóvember er eitt markanna. Gummersbach vann leikinn með eins marks mun, 26:25. Segja má að mark Elliða Snæs hafi riðið baggamuninn þegar upp var staðið þótt það hafi verið skorað snemma leiks.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin sex. Hið stórkostlega mark Elliða Snæs er það sjötta og síðasta í upptalningunni. Víst er að þau gerast ekki mikið glæsilegri mörkin.

Með því að smella hér er hægt að taka þátt í kjörinu.

Elliði Snær kom til Gummersbach í ágúst og hefur staðið sig afar vel með liðinu en það er í efsta sæti 2. deildar með 14 stig eftir átta leiki. Hamburg-liðið er í öðru sæti.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -