- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Sirkusmark, sigur og ævintýralegur sprettur Haraldar þjálfara

Haraldur Þorvarðarson þjálfari Fram2 átti eftirminnilegar lokasekúndur á Ásvöllum í gærkvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Theodór Sigurðsson tryggði Fram2 sigur á Haukum2 með sirkusmarki á síðustu sekúndu, 30:29, í viðureign liðanna í Grill 66-deild karla á Ásvöllum í gærkvöld. Síðustu sekúndur leiksins voru hreint ævintýralegar en tekin voru tvö leikhlé.

Auk glæsilegs sigurmarks Theodórs verður ótrúlegt viðbragð og sprettur Haraldar Þorvarðarson þjálfara Fram2 einnig lengi í minnum hafður. Upptöku af leiknum er að finna á handboltapassanum.


Í afar jöfnum leik tóku Haukar leikhlé þegar 10 sekúndur voru eftir. Að hléinu loknu lauk sókn Hauka með skoti framhjá úr hægra horni. Leikmenn Fram tóku á rás fram völlinn en þá var Haraldur þjálfari fjótur að hugsa, geystist af stað með tímaspjaldið, lagði það á ritaraborðið áður en sprettinum lauk nærri því endalínu á vallarhelmingi Hauka.

Eftir leikhléið hófu leikmenn Fram sókn sem lauk með sendingu inni í vinstra hornið þar sem Theodór kom svífandi, greip boltann og skoraði sigurmarkið rétt áður en leiktíminn var úti.


Eftir sigurinn er Fram í sjötta sæti Grill 66-deildarinnar með 10 stig eftir níu leiki. Haukar eru næstir á eftir með fjögur stig.

Haukar2 – Fram2 29:30 (13:12).
Mörk Hauka2: Kristinn Pétursson 7, Egill Jónsson 5, Jón Karl Einarsson 5, Ísak Óli Eggertsson 4, Sigurður Bjarmi Árnason 4, Ásgeir Bragi Þórðarson 3, Daníel Máni Sigurgeirsson 1.
Varin skot: Ari Dignus Maríuson 9, Birnir Hergilsson 5.

Mörk Fram2: Marel Baldvinsson 13, Max Emil Stenlund 5, Arnþór Sævarsson 4, Daníel Stefán Reynisson 4, Theodór Sigurðsson 2, Tindur Ingólfsson 1, Alex Unnar Hallgrímsson 1.
Varin skot: Breki Hrafn Árnason 10.

Staðan og næstu leikir í Grill 66-deildum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -